Take a chance on me...

Ég iðaði mér í sætinu og átti erfitt með að klappa ekki lófunum saman af spenningi og einskærri gleði. Hláturin glumdi um salinn og ég sá út undan mér sessunauta mín veltast um. Ég beit í tunguna á mér til að reyna að halda aftur af frábærum sönghæfileikum mínum.

Eftir tvo tíma í alsælu héldum við raulandi útúr salnum, enn að tralla þegar við komum í bílinn. Um miðjan dag í dag tókum við skyndiákvörðun. Höfum stelpudag! Prinsinn drifin í föt og dröslað til kattadómarans og kennarans sem fengu æfingarkeyrslu í barnauppeldi. Svo brunuðum við fjórar skvísur í bíó. Og sáum hvað? Mama Mía! Hvað annað?

Ég, Snjóka og heimalingurinn vorum að sjá myndina í annað sinn. Heimasætan var að sjá hana í fyrsta sinn... þetta var svona nýliðaþjálfum. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom útaf myndinni var : "hvenær get ég séð hana aftur?" Fyrir mig virkar þessi mynd sem hinn fullkomni gleðigjafi, á við þrjú box af gleðipillum. Ég gjörsamlega gleymi mér á meðan á sýningu stendur og get ekki hætt að hlæja og syngja þegar heim kemur.

Ég veit svo sem ekki hvað það er. Fallega fólki, dásamleg lögin, fyndinn söguþráður eða hversu hallærisleg hún er öll... hvað sem það er þá get ég engan vegin staðist hana. Nú sitjum við í rólegheitum heima, ég, heimasætan, heimalingurinn og prinsinn og við skvísurnar skiptumst á að syngja Abba lög í okkar eigin útsetningum. Þvílíkt stuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Snilldar hugmynd þetta með stelpudaginn og Mamma Mía verður ALDREI leiðinleg

Winner takes it all, the looser has to fall

Snjóka, 17.8.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Rebbý

Ég er einmitt að fara á morgun í svona stelpudag á myndina með stjúpuna, mömmu hennar og Gunna    Okkur "stelpunum" hlakkar öllum fjórum til

Rebbý, 17.8.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband