Hin týpan

Eftir fróðlegan bíltúr í dag er ég búin að læra að það er til önnur týpa í heiminum. Jebb, það eru víst ekki allir eins og ég. Neibb, það er til alveg önnur týpa af fólki.... hún kallast karlmenn. Gott að eiga vinkonu sem er svona agalega vel að sér í týpu málum. Bæði týpum af fólki og týpum af bílum. "Þið ljónin hafið einhvern innri frið sem gerir það að verkum að þið eruð róleg yfir þessu...", sagði Rebbý í kvörtunartón. Skiljanlega, því er örugglega erfitt að vera alltaf að skoða hina týpuna og pæla í henni, eitthvað annað en við "innra friðs" fólkið sem situr bara rólegt og bíður. Um leið og hún sagði þetta benti hún spennt á bíl sem keyrði á móti okkur og æpti: "Sjáðu! Sjáðu! Þetta er hin týpan!" "Ha?", svaraði ég: "Var þetta hit kynið..." Rebbý emjaði af hlátri: "Nei, Vilma! Bíllinn! Þetta er hin týpan af bíl eins og ég er á... en svo var nú reyndar líka karlmaður undir stýri"

"Svindlari!", hvæsti ég á kennarann. Þanngað var ég mætt með prinsinn og heimalinginn til að spila. Mér, kennaranum og kattadómaranum finnst gaman að spila. Og við höfum öll keppnisskap og ekkert okkar kann að tapa það er alls ekki fyrir alla að spila við okkur því við erum hömlulaus og grimm. Úr verður oft hið skrautlegasta atriði. Heimalingurinn var með okkur í fyrsta sinn í kvöld og við spiluðum 6 teninga yatsí í fyrsta sinn líka. "Ba ha ha ha ha...", hló kennarinn með illkvitnislega hlátrinum sínum þegar heimalingnum mistókst eitthvað kastið. "Sko! Sko! You are evil...", sagði ég og benti á kennarann: "og þú svindlar!" Svo setti ég upp skeifu og reyndi að vera í fýlu... alveg þanngað til prinsinum mínum tókst að fá yatsí með sexum og þar sem tryggja sér sigurinn. Ha, ha, ha... kennarinn myndi þá allavega ekki vinna.

Kvöldið endaði illa fyrir mig. Tvær umferðir og ég tapaði í báðum. Shit! það var bót í máli að prinsinn malaði alla í fyrri umferðinni, kippir í kynið blessaður. Nú taka hins vegar við strangar æfingarbúðir yatsí. Ég ætla að verða best. Langbest. Vinna kennarann... pakka honum saman... mala hann.... og kattadómarinn í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

"Það eru til tvær tegundir af fólki í heiminum... Þeir sem kunna að telja....."

Svo er spurning hvort þið Rebbý ættuð að skiptast á að keyra?  Svo hin ykkar geti tekið að sér að vera á útkíkkinu?  En, sko.. hvernig er... *hin* týpan af bílnum?  Er það annar litur, eða hvað?

Og, varðandi Yatsíið... þetta ku víst allt vera í úlnliðnum, að kasta teningunum rétt... Æfa sig, æfa sig...

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... til viðbótar... skal ég gefa ykkur smá hint.... Ef þið sjáið Skoda, bláan að lit, þá gæti það hugsanlega kannski verið ég.  (Og ef þið ætlið að rekast á... ekki rekast fast á.)

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Vilma Kristín

HEY! Það var einmitt blár Skodi sem við sáum í dag... "hin týpan"... Hin týpan af bílum er nefnilega flottari týpan af Skoda Octavia :)

Vilma Kristín , 17.8.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Einar Indriðason

Noh! :-)

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 01:27

5 Smámynd: Rebbý

ekki flottari týpan af Octaviu Vilma mín, bara dýrari - svona fyrir snobbliðið
ég sat heima í gærkvöldi og gerði allt til að finna fyrir innri rónni og gott ef það tókst ekki bara ... en hin týpan af mannfólkinu er samt bara svo skemmtileg og nýtileg til svo margra hluta að það má ekki láta hana alveg framhjá sér fara.

Rebbý, 17.8.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband