15.8.2008 | 21:44
Þegar ég verð stór
Heimasætan emjaði af hlátri. Tárin streymdu úr augunum og hún hélt um magann. "Mamma! Í alvöru...", stundi hún upp: "Þú verður ALDREI stór..." Og svo hélt hún áfram að hlæja. Ég setti upp skeifu og reyndi að vera móðguð, en skellti svo upp, leit á hana og sagði: "Þú ekki heldur..." Svo hlógum við enn meira.
Stuttu áður höfðum við verið að ræða framtíðina, lífið og tilveruna. "Ég veit ekkert hvað ég vil verða... hvað mig langar að læra þegar ég er búin í menntaskólanum", sagði skottið mitt og klóraði sér í hausnum. "Nei, ekki ég heldur!", tók ég undir og uppskar viðbrögðin sem ég lýsti áðan. Henni fannst mjög fyndið að ég komin hátt á fertugsaldurinn væri enn óákveðin. Væri enn að spá hvað ég yrði þegar ég yrði stór.
Ég ætlaði aldrei að vinna við tölvur. Alls ekki. Hvað þá að verða forritari. Þetta er allt bara eitt stórt slys eiginlega. Röð tilviljanna að ég vinna við að útbúa forrit allan daginn. Og ég hef ekki einu sinni áhuga á tölvum. Bara alls ekki. Og svona af því ég lærði þetta óvart og fór svo alveg óvart að vinna við forritun og hef hangið í því öll þessi ár hef ég ekki enn fundið hvað það er sem mig langar að verða.
Ég hef svona óljósar hugmyndir. Eitthvað skapandi hvíslar innri rödd að mér, finndu þér eitthvað skapandi að vinna við! En hvað? Forritun getur verið óskaplega skapandi og stundum fæ ég alveg útrás fyrir sköpunarþörfina. Kannski ætti ég að finna mér eitthvað einfaldara að læra og vinna við. Stundum, á erfiðum dögum, óska ég þess stundum að vinna á kassa í búð. "Bíííííbbbbb. Bíííííííbbbb.", bara allan daginn, ekkert að hugsa. Svo skelli ég uppúr af þeirri hugmyndi. Glætan. Þó það sé ágætt að vinna á kassa er forritunarvinnan svo miklu meira skemmtileg, krefjandi og margbreytileg. En samt ekki það sem ég ætla að verða. Nei... ég ætla að verða eitthvað annað.
Mig hefur lengi dreymt um að verða forseti. En það ætla ég ekki að reyna fyrr en eftir svona 20 til 30 ár. Kannski gerist ég rithöfundur, það hef ég haft í maganum lengi. En ég er samt ekki týpa til að sitja ein einhvers staðar við skriftir. Ég vil hafa fólk og líf og fjör í kringum mig. Hmmm. Einu sinni ætlaði ég að verða málari, svo fattaði ég að þeir þurfa oft að vinna uppí stiga... svo þar var strikað út.
En svona í alvörunni. Ég er ekkert orðin of gömul til að velta þessu fyrir mér, er það nokkuð?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Svo sannarlega ekki of gömul til að pæla í þessu, ég efast líka um að ég endist í þessum tölvubransa alla æfi. Kannski við eigum eftir að gera eitthvað skapandi saman
Snjóka, 15.8.2008 kl. 21:58
Mér finnst þetta bara jákvætt viðhorf hjá þér :-)
Hafa möguleikana að skipta um, og gera eitthvað annað, ef og þegar þú vilt. Ekki vera föst í sama skrefinu.
Hvað ertu að forrita?
Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 22:20
Ég vinn í hinum bráðskemmtilegu kerfum Concorde XAL og Axapta. Alla daginn. Forrita sérsmiðuð kerfi, tollkerfi, vöruhúskerfi eða bara laga eitthvað. Óskaplega gefandi starf :) (nema stundum)
Vilma Kristín , 15.8.2008 kl. 22:27
:-)
Eigi hef ek lent í þessu. Gaman að sjá svona... gefandi... nema stundum :-)
Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 22:33
aldrei of seint að spá hvað maður vill verða þegar maður verður stór
ég búin að sýna það glöggt að ég td er ekki orðin of gömul fyrir kjánaskap
Rebbý, 16.8.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.