Þvingað hjónaband

Ég sat og fletti í gegnum myndir. Stoppaði öðru hvoru við mynd af myndarlegum herramanni. Rýndi í nafnið undir myndinni. Hverra mann var hann? Hverjir voru foreldrarnir? Amman? Afinn?

Yfirleitt hristi ég höfuðið og hélt áfram leitinni. Stundum hripaði ég hjá mér nafn. Jafnvel lagði inn fyrirspurn hjá einhverjum sem kannaðist við kauða. Þegar kemur að því að velja tengdason þarf að vanda valið. Vel.

Mér er alls ekki sama hvernig barnabörnin líta út. Nei, þau eiga að sína ákveðin útlitseinkenni og góðann persónuleika. Svo fann ég rétta draumaprinsinn. Ég hringdi í heimasætuna til að segja henni góðu fréttirnar; tengdasonurinn var í höfn. Málið frágengið.

Svo fórum við heimasætan og prinsinn í leiðangur. Graffiti grallaraketti var pakkað saman og troðið í búr, dröslað útí bíl og brunað með hana að hitta nýja kærastann. Nýi tengdasonurinn minn er ungur, brúnbröndóttur og hvítur, mikið loðinn og ferlega krúttlegur. Hann horfði á hana spenntur og þefaði af henni. Hún hvæsti og leit á hann með fyrirlitningu. Jebb, svona er þetta í okkar bransa... engin sönn ást, engin skot... nei, mamma velur kærasta og sendir svo dömuna til hans með það í huga að fá kettlinga.

Annars erum við orðin ferlega léleg í þessu, langt langt síðan að við höfðum got síðast. En það verður spennandi að fá aftur litla knúsubolta til að hlaupa um allt og ef allt gengur eftir munum við eyða jólunum í að tína kettlinga (og Þulu) úr öllum þremur jólatrjánum.... gaman, gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Svo þegar réttur er fundinn, þá er það bara "haglabyssu-brúðkaup".  (Og hana nú.)

(Tattóverarðu kannski líka strikamerki aftan á hálsin á þessum vonbiðlum?  Þá er auðvelt að flokka þá, og skanna, t.d. í jólaboðum.)

Einar Indriðason, 14.8.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Vilma Kristín

Jebb, haglabyssu - brúðkaup og ekkert annað... Ég lýsi ykkur nú læðu og fress!

Vilma Kristín , 14.8.2008 kl. 23:40

3 identicon

Auuumingja kisa !

Bibba (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband