13.8.2008 | 23:27
Og hvað næst?
Ég hef ákveðið að lifa lífinu eftir stjörnuspánni minni á mbl. Jebb. Best að gefa sig bara alheiminum á vald. Láta þetta ráðast með stjörnunum.
Í gær grúfðum við líffræðingurinn okkur yfir morgunblaðið og kíktum á stjörnuspárnar, ég er ljón... hann er eitthvað svona hallærislegt eins og bogmaður.
Ég las mína upphátt og hló við. Hún hljómaði svona:
Þú ert óneitanlega heillandi og þú veist alveg hver á að fá að njóta þess nú. Nýttu tækifærið til að ganga í augun á einhverjum - aðstæður verða aldrei þær sömu.
"Vá", sagði líffræðingurinn með smá hæðni í röddinni: "þetta er bara svona once in a lifetime tækifæri fyrir þig".
Mér brá við! Já, það er rétt. Þarna stóð það svart á hvítu. Ég átti að ganga í augun á einhverjum, aðstæður yrðu aldrei aftur þær sömu. Shit! Besti dagur lífsins til að finna aðdáanda og lífsförunaut og hvað geri ég? Eyði þessum fína degi í vinnunni, innilokuð á fundi með samstarfsfélaga og viðskiptavini... sem báðir eru lofaðir nota bene.
Jæja, svo yppti ég öxlum. Það verður bara að hafa það. Þetta er frágengið... skrifað í stjörnurnar... þetta var tækifærið mitt og ég lét það sleppa. Ég verð bara að sætta mig við það.
Í dag dreif ég mig svo að lesa stjörnuspánna mína, svona til að sjá hvort ég væri að missa af einhverju fleiru. Hún hljómaði svona:
Þú getur ekki haldið þig frá einhverju sem er stranglega bannað. Allir þurfa endrum og eins að fá að vera óþekkir, og nú er þinn tími kominn
Ok, hvað þýðir þetta nú? Ég á að vera óþekk í dag... svoleiðis er það bara. Stjörnurnar segja það. Verst að mér dettur bara ekkert í hug. Nú er klukkan farin að nálgast miðnætti og ég ekki búin að finna neitt til að vera óþekk yfir. En ég er með plan B.... ég dreif mig útí búð og keypti kalt kaffi á brúsa (ok, ok...ég hugsaði kannski ekki alla leð þegar ég henti báðum kaffikönnunum mínum) og planið er, ef mér dettur ekkert betra í hug að þamba kaffið 10 mínútur í miðnætti. Það vita jú allir að maður á ekki að drekka kaffi á kvöldin. Einmitt, svona verð ég ofboðslega óþekk og uppfylli stjörnuspánna.
Hvað á ég að gera á morgun? Well, mogginn segir mér það þá...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohh þú kannt nú alveg að vera óþekk ..... sýnir það bara ekki öllum
Rebbý, 14.8.2008 kl. 16:13
Uhhhh... ég óþekk? Aldrei!
Vilma Kristín , 14.8.2008 kl. 22:36
Jæja ? Ég á að minnsta kosti bágt með að trúa því að þú hafir eytt heilum degi þar sem þú hafðir leyfi til að vera óþekk án þess að nýta þér það :)
Bibba (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.