Burt með ljóta íþróttamenn!

Ég sat steinhissa við tölvuna og las yfir fréttirnar á netinu í hádeginu í dag. Sessunautar mínir kíktu yfir öxlina á mér og saman hneyksluðumst við á því sem við lásum um opnunarhátíð ólympíuleikanna. Í fullri alvöru! Að unga söngkonan í sem söng svo fallega hafi bara verið leikkona, valin fyrir útlitið á meðan sú með alvöru hæfileikana var geymd í felum... ekki nógu falleg til að sjást, en nógu hæfileikarík til að fá að syngja.

Ok, þetta er ekkert í fyrsta skipti sem svona lagað kemst upp... en mér finnst þetta samt alltaf svo ótrúleg. Ég meina, kommon, við erum að tala um einhverja söngvara... skiptir útlitið virkilega svona miklu máli? Alla vega svona í ólympíuandanum ákvað ég að taka þessa hugmynd aðeins lengra og velta fyrir mér hvort við gætum ekki útfært hana og gert olympíuleikana um leið "sjónvænni".

Sko málið er að allt of mikið af þessu íþróttafólki er ekkert fyrir augað og jafnvel bara ljótt. Auðvitað er eitt og eitt augnakonfekt þarna inná milli, en annars er þetta ekkert svakalega mikil veisla fyrir augun. Svo því ekki taka hugmynd kínverjana skrefinu lengra?

Sko ef hugmyndin er framkvæmd þá væri það þannig að alvöru íþróttamennirnir kepptu á nóttunni. Leikir í hópíþróttum vandlega skráðir og teknir upp, Sama á við einstaklingsíþróttir. En um leið passað uppá að ekkert leki út. Uppúr upptökunum yrðu unnin handrit.

Svo að deginum til kæmu fallegir leikarar, klæddir í kynþokkafull föt, vel faðraðir og flottir og endurtæki leikinn. Það er að segja léku fyrir áhorfendur raunverulega leikinn. Ljótu íþróttamennirnir svæfu á meðan og söfnuðu þreki fyrir næstu nótt. Að sjálfsögðu verðum við að fá líka fallegt fólk til að leika þjálfara, dómara, aðstoðarmenn og bara allt þetta lið sem fylgir. Ekkert nema fullt af fallegu og flottu fólki að sýna almenningi íþróttir - eða íþróttaúrslit. Almenningur þarf ekkert að þjást yfir því að horfa á ljótt fólk, þetta er atvinnuskapandi. Allir vinna. Allir ánægðir.

Ég sé til dæmis fyrir mér maraþonskeppni. Fallega fólki tekur sér stöðu og skokkar þokkafullt af stað. Um leið og myndavélarnar fara af þeim get þau sest uppí bíl sem keyrir þau að næstu tökustöð. Reglulega er svo "klippt inná" maraþonið og fallega fólkið hleypur og líkir eftir raunverulegu maraþonkeppninni sem fór fram um nóttina. Sest svo aftur uppí bíl og keyrir að marklínunni til að hlaupa yfir hana í réttri röð. Raunverulegi sigurvegarinn gæti jafnvel komið sér fyrir á meðal áhorfenda og notið þess að sjá sig "sjálfan" vinna aftur.

Í hópíþróttum sé ég fram á að það þyrfti jafnvel að hafa æfingu áður en áhorfendum er hleypt af. Við getum auðvitað ekki krafist þess að leikararnir sýni eins mikla "takta" og ljótu íþróttamennirnir. En þá gildir bara að blöffa og fyrir áhorfendur heima að vera bara með mikið af "close up", sýna svipbrigði (þetta er jú svo fallegt fólk) og svoleiðis.

Ef við tökum þetta svo jafnvel einu skrefinu lengra ennþá... þá er spurning hvort við verðum ekki að skipta út ljótu áhorfendunum fyrir fallega áhorfendur. Það er tæplega hægt að bjóða okkur sem sitjum heima að sýna úr áhorfendastúkum þar sem forljótir og illa til hafðir áhorfendir fylgjast með fallegu íþróttaleikurunum. Nei, eigum við ekki að skipta bara áhorfendunum út líka. Setja inn fallega leikara sem leika þá stuðning með sínu fólki. Klappa á réttum stöðum, skælbrosandi og sýna um leið nýju tennurnar sínar og flotta hárið. Búningadeildin sér svo um að enginn sé púkó.

Ja, hver veit.. ég myndi kannski fara að fylgjast með ólympíuleikunum ef þetta væri svona... or not...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg meiriháttar yfirlýsing hjá þér :) :) Love it í botn ... Þá fyrst færi ég nú að gerast einlægur aðdándi íþrótta.

"Sko málið er að allt of mikið af þessu íþróttafólki er ekkert fyrir augað og jafnvel bara ljótt. Auðvitað er eitt og eitt augnakonfekt þarna inná milli, en annars er þetta ekkert svakalega mikil veisla fyrir augun. Svo því ekki taka hugmynd kínverjana skrefinu lengra?"

Margret (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Snjóka

Þetta hljómar mjög vel, langar að óska eftir því að gerð verði tilraun í ár og þýska handboltaþjálfaranum verði snarlega skipt út fyrir einhvern mun mun myndarlegri

Snjóka, 13.8.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Rebbý

NEI má ekki taka þýska þjálfarann í burtu .... þessi mottu má bara ekki vanta í boltasýningarnar

Rebbý, 13.8.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Einar Indriðason

En, sko... ef þetta verður tekið *enn* lengra... þá verður áhorfendum skipt út líka!

Annars er ég farinn að sjá fyrir mér sápurnar.... Guiding lights breytist yfir í ... "handball session", Nágrannar yfir í "working weights", Bold og hvað það heitir.... breytist í "Synchronized swimming".

Síðan kemur í kreditlistanum... "The part of 'Couch' was now played by Johnny Scoles"

Einar Indriðason, 13.8.2008 kl. 10:08

5 identicon

hahaha :)    snilld.

Bibba (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband