11.8.2008 | 22:25
Lucky Lucky
Í gærkvöldi sofnaði ég við að hlusta á sjálfa mig syngja... í alvörunni. Ég er ekki einu sinni að ýkja. Jebb, mig verkjaði í kinnarnar eftir stanslaust mal, heilmikinn hlátur og söng en þarna lá ég uppí rúmi og gat ekki hætt. Ég bara varð að syngja og syngja og syngja og það síðasta sem ég heyrði áður en ég sofnaði var minn hljómfagri söngur.
Fyrr um kvöldið hafði ég "skroppið" í bíó með MögguBiddu... og úr því varð hið mesta ævintýri, eins og von var á. Við lögðum tímanlega af stað í bíó, svolítið eins og beljur að vori þegar við sleppum út barnlausar. Við urðum hissa þegar við sáum röðina. Vá, það ætluðu greinilega "allir" í bíó þetta kvöld. Ekkert annað að gera en að skella sér í röðina og mjakast áfram með öllum hinum. Hægt og rólega færðumst við nær miðasölunni.
Vonbrigðin voru gífarlega þegar kom að okkur og við sáum að það var uppselt á okkar mynd. Við stóðum og reyndum að ákveða hvað skyldi til bragðs taka. Hvað ættum við að gera. Skyndilega fann ég að það var potað í mig. Úbbbasííí... þarna stóðum við og ræddum málin, þrjár afgreiðslustúlkur biðu og við búnar að stoppa alla sem voru á eftir okkur. Í einhverri panik fórum við að næstu lúgu og keyptum bara miða á fyrsta sem við sáum.
Frekar leiðar trítluðum við frá miðasölunni. Ég setti upp skeifu og leit á MögguBiddu... hún gretti sig og leit á mig. "Mig langar ekkert á Batman....", stundi ég. "Ekki mig heldur", svaraði hún. Eftir smá pælingar ákváðum við að gera nokkuð nýstárlegt. Jebb, við snérum við og fórum aftur í miðasöluna. "Megum við bítta?", spurðum við konuna sem hafði rétt áður selt okkur miðana. "Ha? Bítta?", spurði hún og horfði á okkur með furðu. "Já, við viljum ekki sjá þessa mynd... við keyptum miðana ÓVART!", svöruðum við. Eftir smá umhugsun aumkaði hún sig yfir hálvitana sem keypti óvart miða... og lét okkur hafa miða á myndina sem við vildum sjá.... bara tveimur og hálfum tíma síðar. Ég reyndi að sýna hvað ég væri orðin afslöppuð og leyfði MögguBiddu að passa miðana. Einmitt.
Sælar og ánægðar héldum við niður í bæ á kaffihús þar sem við fengum góða útrás fyrir spjall og slúður.. í leiðinni reyndum við að senda góða strauma til fólksins sem við vorum viss um að væru að fara á "blind date" en fundu bara ekki hvort annað. Æ, vonandi fundu þau hvort annað.
En tveim tímum seinna var kominn tími til að hætta að blaðra og drífa sig í bíó. Við skjögruðum að bílnum, hálfflissandi og skríkjandi (ég veit... við erum ekki þroskaðar)... en MaggaBidda lenti í vandræðum með að finna bíllyklana. Ég (the worrying kind) ákvað að gera smá gín: "MaggaBidda, ef þú finnur ekki bíllyklana...hvernig ætlarðu þá að finna tvo pínulitla pappírsbíómiða?" "He! Ekkert mál! Ég veit hvar þeir eru...", sagði hún og reif upp veskið sigrí hrósandi. Svipurinn á henni þegar hún opnaði veskið og fann hvergi miðana var óborganlegur. Svo fyndinn að ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri, þó málið væri óneitanlega alvarlegt. En hvar voru miðarnir sem við höfðum svo mikið fyrir að fá? Við snérum við á kaffihúsið og leituðum þar... en nei, engir miðar. Við leituðum í bílnum... en nei, engir miðar. Við leituðum í öllum vösum... en nei, engir miðar. Við snérum öllu við í veskinu hennar... en nei, engir miðar. Svo á endan yptum við öxlum og ákváðum að kaupa bara nýja miða.
Þegar við lögðum fyrir utan bíóið ákváðum við að kíkja við í hraðbankanum sem við höfðum rétt skotist í tveim tímum áður. Hraðbankanum sem við höfðum heimsótt eftir að við keyptum miðana. í einhverri von um að við hefðum gleymt þeim þar og enginn hefði tekið þá í þessa tvo tíma. Við ýttum á takkan og héldum inn. Vonbrigðin heltust yfir okkur á nýjan leik. Nei, á hraðbankanum sjálfum voru engir miða. Á gólfinu voru engir miðar. En aha! Þarna var ruslafata og við erum ekki yfir það hafnar að róta í þeim. Eftir smá grams reisti ég mig upp og skríkti að kátínu. Miðarnir fundnir! Bíóinu bjargað! Hvernig þeir lentu þarna er erfitt að segja... en við heppnar. En núna er væntanlega til myndband úr öryggismyndavél í ákveðnum banka af tveimur konum á óræðum aldri laumast inní bankann og róta í ruslinu... sorglegt en satt :)
Skríkjandi og tístandi skunduðum við inní bíóið og inní salinn. Og ég hef aldrei skemmt mér svona vel á nokkurri mynd. Við sátum þarna og dilluðum okkur í takt við tónlistana. Ég gat ekki hamið mig og var farin að syngja og klappa af spenningi. Eftir bíóið leit MaggaBidda á mig og sagði: "Vilma.. ég held að það sé ekki sniðugt að senda okkur saman í bíó... ég meina við skemmtum okkur vel... en spurning með alla hina í salnum.... Það var enginn annar en við að dansa og syngja..."
Mamma mia, stóð undir öllum væntingum and then some... og það voru því Abba lög sem ég sofnaði út frá í gærkvöldi...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Svona til að gleðja ykkur, (og taka þátt í þessari skrautlegu myndaferð ykkar), þá var sérstök sýning í Háskólabíói núna síðustu viku, þar sem gestir voru hvattir til að syngja með. Þið hefðuð átt að fara á þá sýningu, og syngja með :-)
Einar Indriðason, 11.8.2008 kl. 22:39
Þið eruð nú meiri apakettirnir .... en eruð þið búnar að sjá Kung Fu Panda ? :)
Bibba (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:53
þið eruð náttúrulega einstakar báðar tvær og þið til samans er hættuleg blanda
en gott að það var gaman á Mamma Mía - ég er að fara á hana aftur með stjúpunni, mömmu hennar og Gunna - bilað fjör
Rebbý, 12.8.2008 kl. 11:13
Hehe, já við ættum við heima á svona "sing along" sýningu... en samt... þar yrðum við ekki stjörnurnar...
Já, Bibba... Kung Fu Panda var svo skemmtileg... og ég get líka mælt með Wall-E!
Vilma Kristín , 12.8.2008 kl. 22:41
Vilma þetta var almost better than sex þetta kvöld. Við erum alveg til í að fara aftur ef einhverjum vantar kompaní. Við erum sem betur fer hvorugar laglausar og báðar með ægilega flottar mjaðmasveiflur :)
Svo ef ykkur vantar skemmtilegt deit á bíó eða bara hvert sem er þá erum við Vilma bara flottasta kompaní !!!
Magga Bidda (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.