10.8.2008 | 18:24
Hjálp, ég þjáist!
Ég er með áhyggjur. Mig hefur grunað það í þónokkurn tíma að ég sé haldin sjaldgæfum sjúkdómi. Ég byrjað að fylgjast náið með ferlinu fyrir nokkrum árum.
Fyrst bar ekki svo mikið á þessu, einkennin voru ekki yfirgnæfandi. En þetta er að ágerast, sækja í sig veðrið. Nú er þetta orðið þannig að ég get ekki horft fram hjá þessu lengur. Get ekki falið þetta og mér finnst eins og fólk horfi á mig forvitnum augum. Enda ekki allir sjúkdómar sem maður ber svona utan á sér.
Meðfram því sem ég hef fylgst með einkennunum hjá mér og skráð hjá mér framgönguna hef ég einnig lagst í rannsóknir. Og tel mig geta staðfest að sjúkdómurinn er arfgengur, allavega í kvennlegg, því heimasætan er farin að bera skýr merki um hann líka. Og einkennin hjá henni hafa stóraukist frá því í vor þegar mælingar hófust.
Ég er hrædd um að þetta sé ólæknandi sjúkdómur og ég verði að berjast við þetta þar tl yfir líkur. En með fyrirbyggjandi ráðstöfunum má jafnvel halda þessu niðri. Ég bar grunsemdir mínar undir líffræðinginn, svona eins og ég geri með allt líffræðilegt sem vekur furðu hjá mér. Hann hlustaði fullur áhuga, kinkaði kolli og var alveg sammála greiningunni minni.
Seinna sama dag klappaði hann saman lófunum, hló við og benti mér á hrossaflugu sem á vantaði fætur: "Sjáðu Vilma! Hún er kannski með svipaðan sjúkdóm og þú... þannig að það er hægt að finna kannski dæmi hjá fleiri dýrategundum!". Ég horfði á hrossafluguna og hristi kollinn. Ég var nú kannski ekki alveg til í að samþykkja að við værum eins... þó óneitanlega væri hægt að segja að útlitslega værum við báðar ekki samhverfar.. hún örugglega vegna slys en ég vegna sjúkdóms.
Sjúkdóminn hef ég ákveðið að kalla Freknuójafnvægi, ég vona að einhver geti hjálpað mér að þýða heitið yfir á latínu... Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ég hef áberandi fleiri freknur á hægri handlegg en þeim vinstri. Ekki bara að þær eru fleiri heldur ná þær einn mikið lengra fram á handarbakið og teygja sig jafnvel inná fingurnar. Eins og þetta sé ekki nógu slæmt þá eru þær einnig örlítið dekkri á þessum handlegg. Ég er semsagt ekki samhverf... frekar en hrossaflugan sem á vantaði fætur. Einkenni heimasætunnar eru nákvæmlega eins, fyrir utan að hennar freknur eru drekkri en mínar og minni.
Fyrirbyggjandi ráðstafanir væru t.d. að forðast alveg allt sólarljós og vera alltaf í síðerma. Í staðin myndi ég sennilega soðna þar sem ég er nú frekar heitfeng en myndi losna við andvökunætur og andlegt álag sem fylgir því að þjást að freknuójafnvægi.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Heimur snyrtivaranna kemur til hjálpar! Þú færð þér að sjálfsögðu penna eða pensil, og ... "jafnvægis-frekknu-jafnar" þig bara handvirkt! Málar og pikkar handvirkt nýjar freknur, til að stilla þig af. Málið leyst.
Einar Indriðason, 10.8.2008 kl. 19:32
haha Einar ekki lengi að finna lausnina á vandanum fyrir þig
Rebbý, 10.8.2008 kl. 19:46
Ja ef þú ætlar að jafna þetta með því að vera í síðerma þá verður það að vera bara ein ermi
Bibba (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.