Hefði átt...

Ég hefði getað farið á tónleikana í kvöld. Hlustað á góða tónlist. Séð fullt af fólki. En í staðinn sit ég heima og horfi út um gluggan á alla að reyna að komast af tónleikunum. Hér er bíll við bíl. Svo langt sem augað eygir. Og hverfið er fullt af gangandi vegfarendum á leið heim reikna ég með.

Ég hefði átt að vera í partý í kvöld. Hlusta á góða tónlist. Hitta fullt af skemmtilegu fólki. En í staðin sit ég heima uppí sófa undir sæng sem Gamli dró fram fyrir mig. Mér verður kalt ef ég sting nefinu út undan sænginni svo ég hjúfra mig niður.

Hefði verið betra að fara á tónleika eða í partý heldur en að sitja heima uppí sófa undir sæng og fylgjast með lífinu útum gluggan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já - hefðir heldur komið með mér á tónleikana ...... VÁ

Rebbý, 9.8.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Laubba

Já - hefðir frekar átt að koma í partý til mín...

Laubba , 9.8.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband