Sannleikurinn er sár

Ég sat á sófanum og grét. Hágrét. Með hljóðum og stífluðu nefi og allt. "BuuuuHuuuuHuuuuu!", grét ég svo hátt að ég yfirgnæfði öll önnur hljóð. Ég bara trúði þessu ekki, þetta gat ekki gerst. Tárin streymdu niður kinnarnar, ég gat ómögulega andað með nefinu og ég hafði ekki undað að þurrka mér.

Heimasætan kom fram út svefnherberginu, stillti sér upp fyrir framan mig og horfði á mig með ódulinni fyrirlitningu. "Mamma ! Í guðanna bænum... þetta er BÓK! Hertu þig upp!", sagði hún ströngum tón. Ég leit uppúr bókinni sem ég var að reyna að lesa. Tárin gerðu mér erfitt fyrir að lesa. Og þar sem ég sat og hljóðaði truflaði ég jafnvel sjálfa mig með vælinu. Ég reyndi að sjúga uppí stíflað nefið og leit upp og á heimasætuna, í von um samúð.

"En hann er að deyja....", stundi ég upp og þetta kallaði á nýtt grátkast. Heimasætan hristi höfuðið og trítlaði aftur inní herbergi og lokaði á eftir sér. Með herkjum las ég áfram, hverja sársaukafula línunni á eftir annari. Smá saman færðist ég nær endalokunum. Reglulega varð ég að gera hlé á lestrinum vegna gráturs.

"BuuuHuuuHuuu", emjaði ég og horfði til lofts. Til guðs. Þetta var svo ósanngjarnt. Þetta mátti ekki gerast. "Mamma? Er hann dáinn?", spurði prinsinn minn og leit upp frá bílaleiknum sínum. Ég hristi höfuðið, snýtti mér og hélt áfram að lesa.

"NEI! NEI! BuuuuHuuuuHuuuu!", vældi ég svo undir tók í stofunni. Heimasætan birtist skyndilega á nýjan leik. "Mamma! Í alvöru talað! Þetta er HUNDUR! Og þú hatar hunda!", hvæsti hún á mig, hundleið á vælinu í mér. Ég leit upp með skeifu. "Nei! Ég hata ekki hunda... ég elska þá.... Ég vil fá hund! Labrador!", svaraði ég með ákefð.

Heimasætan hristi höfuðið og brosti: "Ég hef aldrei áður vitað nokkra bók vekja svona miklar tilfinningar. Sko, þú ert búin að hlæja og hlæja upphátt í tvo daga... hærra en ég hef heyrt þig hlæja áður og núna hágræturðu. Yfir bók... um hund!"

Og það var satt. Bókin um hundinn Marley, heimsins versta hund,náði mér alveg! Í nokkra daga mátti ég varla sjá hund öðruvísi en að langa bara að grípa hann og eiga. Ég lifði mig alveg inní bókina og lífið hans Marley og eiganda þeirra. Þetta er svona "must" að lesa! Fyrir alla sem ekki líkar við hunda...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún betri en kattabókin þarna ... um Pascal og fleiri ketti .. hvað hét hún aftur ?

Bibba (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Vilma Kristín

Já ! MIKIÐ MIKIÐ BETRI! Í fullri alvöru hef ég aldrei áður hlegið eins mikið upphátt af einni bók... né grátið jafn innilega.

Bókin um Pascal og hina kettina stendur hins vegar alltaf fyllilega fyrir sínu og ætti að vera skyldulesning fyrir kattafólk... hún heitir Felidae

Vilma Kristín , 7.8.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Rebbý

hunda who? what?
en þá sem líkar ágætlega við hunda?

Rebbý, 8.8.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband