5.8.2008 | 00:07
Hvíta fólkið
Núna í sumarfríinu, mitt í endurskipulagningunni skelltum við okkur fjölskyldan í eina viku til Mallorce. Ok, ég hef svo sem sagt frá því fyrr og allir sem þekkja eitthvað til okkar vita að við erum óskaplega hvít á hörund. Svona mjólkurhvít, hálf glær. Þetta er ekkert leyndarmál. Ég segi stundum að við séum bleiknefjar... því það er einmitt það sem gerist þegar við förum til sólarlanda. Við verðum bleik. Og svo bara hvít aftur. Einfalt.
Við verðum alveg vör við að fólk starir á okkur þar sem við löbbum um hálfnakin, svo hvít að það geislar af okkur. Fólk getur meira segja reynt að ná betri lit með því að nota endurkastið af okkur. En mér fannst ég sérstaklega verða vör við þetta núna.
Einn daginn skruppum við til Palma. Bara að spóka okkur svona. Trítla um og vera túristar. Heimasætan fann H&M og náðist ekki þaðan út. Þegar ég og prinsinn vorum orðin leið og þreytt á þessu ákváðum við að skilja hana bara eftir þarna... og skreppa á veitingarhús. Við af stað. Trítl, trítl. Og viti menn, aðeins neðar í götunni fundum við þetta fína kaffihús sem bauð uppá borð útá stétt. Eftir að vera búin að velja fínan ís fyrir piltinn og eitthvað hressandi fyrir mig að drekka sendi ég prinsinn út á stétt að finna borð (jebb! svona er hann orðinn stór!). Ég kem svo í humátt á eftir honum og þjónustukonan þar á eftir.. ég mátti nefnilega ekki bera drykkinn minn sjálf.
Prinsinn velur sæti í mestu sólinni og tyllir sér niður. Ég svona hika við, að er heitt og mollulegt og mér finnst borðið í skugganum girnilega. Ég svona reyni að gefa prinsinum augngotur sem greinilega fóru ekki fram hjá þjónustustúlkunni sem kallar skyndilega upp yfir sig: "Ohhhh, YES! Please sit in the shade. You are SOOOOOO white!" Við þetta snéru sér auðvitað allir við og við prinsinn drifum okkur í skuggann hálf skömmustuleg.
"So white! So white! Very good for white...", tuðaði konan í búðinni þar sem við komum við til að kaupa okkur sólarvörn (haldið ykkur) númer fimmtíu. Það dugar ekkert minna á ofurviðkvæmu, hálfgagnsæju hvítu húðina okkar ef við ætlum að vera í sól og vatni, tala nú ekki um sjóinn sko. Við hlæjum bara af sólarvörn sem hefur lægra gildi en 40... þá getur maður allt eins borið á sig matarolíu.
Einn daginn drifum við okkur í vatnsbrautargarð. Sprönguðum um í sundfötunum og sáum hvernig fólk fékk ofbirtu í augun af því að horfa á okkur. En þarna komumst við að því að það getur haft sína kosti að vera skjanna skjanna hvítur. Jebb. Við vorum auðþekkjanleg. Svo auðþekkjanleg að áður en við vissum af var prinsinn kominn með sinn eigin lífvörð eða á maður að segja strandvörð. Drengurinn er nefnilega ósyndur og þarna var alls staðar allavega einn og fimmtíu á dýpt þar sem rennibrautirnar enduðu. Og prinsinn vildi renna.
Ok, fyrsta rennibrautina fékk hann að fara með systur sinni sem fékk það verkefni að veiða hann uppúr. Fljótlega eftir að hann lenti í vatninu sá vörðurinn, snaggaraleg stúlka, að heimasætan og prinsinn voru um það bil að drukkna enda náði hvorugt þeirra til botns. Vörðurinn stökk til og veiddi prinsinn uppúr á priki svo heimasætan gæti synt í land.
Og eftir þetta þurftum við varla annað en að gjóa augun á rennibraut til að vörðurinn væri mættur. "Ahhh, hvíta fólkið! Verð að bjarga því..." vorum við heimasætan vissar um að hún væri að hugsa. Og svo stóð hún og ýmist veiddi prinsinn uppúr á priki eða jafnvel stakk sér á eftir honum þar sem erfiðast var að veiða hann uppúr. Jebb, við gengum um glampandi og engin hætta á að vörðurinn myndi ekki þekkja okkur, hvíta og ósynda fólkið úr. Þannig gat hún elt okkur um garðinn og alltaf verið tilbúin að bjarga prinsinum. Frekar cool.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
uuuhhh aldrei hef ég spáð í að geta fengið einkasundlaugavörð úti
Rebbý, 5.8.2008 kl. 08:48
:)
Bibba (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.