31.7.2008 | 22:07
Nær dauða en lífi
Hún hikstaði, alveg óvænt. Hún virtist vera undrandi og stóð alveg kyrr. Svo hikstaði hún aftur. Og aftur. Hún reyndi að ræskja sig, en hljómaði illa. Hljóðið var dimmra og hásara en hún átti von á. Hvað var að gerast hugsaði hún á meðan hún barðist við að halda meðvitund, hún flögraði inn og út úr meðvitundinni, var alveg að líða útaf, reyndi að herða sig upp - pína sig til að leggjast ekki bara niður.
Þá skyndilega byrjaði skjálftinn. Mikill og ósjálfráður. Hún hristist og titraði, hreyfingar sem ekki var hægt að ráða við. Hálfgerður krampi eða flog. Öllum viðstöddum var ljóst að henni leið skelfilega illa, hún þyrfti á að aðstoð að halda. Fljótt. Ef hún fengi ekki að leggja sig, fengi ekki að hvíla sig væri útum hana.
Ég reyndi að strjúka henni eins blíðlega og ég gat, strauk létt með lófanum og hvíslaði að henni ástarorðum. "Svona nú, elskan. Reyndu að harka af þér bara aðeins lengur.... bara örstutt í viðbót og svo skal ég hjálpa þér", stundi ég með tárin í augunum. Ég vissi ekki hvort þetta væri í síðasta sinn sem ég gæti strokið henni og talað við hana. Ég var ekki viss um að hún væri að hlusta á mig.
Skelfilegur krampi reið yfir og ég fann lífsneista hennar fjara út. "Bara augnablik. Ég hjálpa þér svo að fá hvíld. Hjálpa þér á góðan stað og sæki hjálp. En fyrst verður þú að halda þér vakandi í bara mínútu í viðbót", hvíslaði ég.
Loksins sá ég tækifærið sem ég hafði beðið eftir og ég aðstoðaði mína heitelskuðu að komast úr skarkalanum. Komast í ró og frið þar sem hún gæti sofnað. Nú gat ég ekki meira en óskað þess að hún myndi vakna aftur, að þetta væri ekki svefninn langi. Hún lagðist útaf og sýndi ekkert lífsmark. Svo hélt ég á brott og sótti hjálp.
Eftir erfiða nótt og langan morgun er kominn úrskurður. Rúna mun lifa þetta. Hún mun lifa. En hún þarf að vera á gjörgæslu í viku, undir eftirliti fagmanna. Ég er svo fegin! Ég er svo glöð! Vonandi á hún eftir að vera lengi lengi hjá okkur.
Hún er besti litli bíll í heimi... besti litli bíll í heimi með bilað háspennukefli. Í morgun var hún sótt af planinu sem ég náði að koma henni á í gær þegar allt dundi yfir... Ég get ekki beðið eftir að fá hana heim eftir viku... en þanngað til mun ég keyra um að litlum bláum snaggaralegum bíl sem kattadómarinn og kennarinn lánuðu mér.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Skemmtileg uppbygging... :-)
Fyrst ... þá var þetta hamstur, eða gullfiskur... sem var farinn að hósta og kvefast.... Síðan breyttist þetta í einhverja fjarskylda frænkuna, sem hafði dottið í stiganum.... Svo hætti þetta að vera fjarskyld, og varð náskyld frænka... Svo hætti þetta að vera frænka, og varð að einhverjum fjölskyldumeðliminum.....
Þegar Rúna kemur til baka, þá verðurðu að vera góð við hana, leyfa henni að hvíla sig, gefa henni flóaða mjólk á kvöldin, lesa fyrir hana, og passa að henni verði ekki kalt.
Einar Indriðason, 1.8.2008 kl. 01:21
Ha ? Tekur heila viku að skipta um háspennukefli ?
Bibba (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:17
vá hvað það fóru mörg nöfn í gegnum kollinn á mér við upphaf lesningarinnar
var fyrst viss um að þetta væri einn af köttunum, nei einn af fuglunum, nei einn af fiskunum .....
ekki á neinum tímapunkti datt mér Rúna elskan í hug enda hún nýkomin heim eftir eftirlit ... hefur ekki þolað athyglina sem hún fékk
Rebbý, 1.8.2008 kl. 11:38
Já - ég mun verða óskaplega góð við Rúnu mína þegar hún kemur heim aftur. Reyna að verða enn betri en ég hef verið hingað til.. enda á hún það svo sannarlega skilið :)
Það tekur nú víst ekki nema augnablik að skipta um blessað háspennukeflið, vandamálið er að það er ekki til á Íslandi og verður að panta þar alla leið frá einhverju fínu útlandi.
Vilma Kristín , 1.8.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.