29.7.2008 | 21:18
Hálfklæddir karlmenn út um allt!
"Hæ! Ertu heima núna?", spurði glaðleg karlmannsröddin í símanum. Ég jánkaði. Dagurinn eftir ljónapartý var nokkuð strembinn og stíft bókaður og blessaður drengurinn búinn að ná í mig fyrr um daginn. En eftir allskonar stúss eins og kattapössun, út að borða með börnunum, skutl hingað og þanngað og langan tíma í húsdýragarðinum var ég loksins komin heim.
"Frábært!", kallaði drengurinn í símann og hélt svo áfram: "Ég kem þá við hjá þér að sækja fötin sem ég gleymdi í nótt..." Ég hló við og bað hann endilega að renna við, ómögulegt að hann væri að þvælast um fatalaus. Stuttu seinna bankaði hann svo uppá hjá mér, ásamt konu og unglingi, og úr varð hin skemmtilegasta heimsókn með singstar og alles. Ég leysti hann svo út með gleymdu fötunum og vinkaði svo Ásgeiri, Bibbu og Hrafni að skilnaði.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag (já, ég er enn í sumarfríi..) kom ég mér vel fyrir í sófanum með popp og hallaði mér aftur. Ég var ekki að fara að horfa á góða mynd í sjónvarpinu. Nei, nei. Þetta var meira svona raunveruleikaþáttur. Jebb það er verið að malbika götuna mína og útum stofugluggan var þetta fína útsýni yfir alla myndarlegu mennina að vinna... í öllum hitanum... Á endanum hurfu þeir svo í hvarf bak við næsta hús... ég var nú ekkert að elta þá. En mikið svakalega er ég ánægð með þessa stráka. Jebb! Ekki af því að þeir voru hálfberir... nei, nei... heldur af því að loksins er verið að malbika götuna sem var fræst fyrir 2 mánuðum síðan. Jibbííííí....
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ú-la-la einsomarsegir :)
Bibba (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:37
ohh vildir bara sjá þá hálfbera
Rebbý, 30.7.2008 kl. 20:54
Hvað með ... bréf-bera?
(nei, bara... svona datt þetta í huga....)
Einar Indriðason, 30.7.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.