27.7.2008 | 22:00
Brúðkaup aldarinnar
"Hættu þessu! Bara steinhættu þessu annars....", hvæsti heimasætan á prinsinn og gretti sig um leið. Prinsinn snarþagnaði og leit skömmustulegur niður fyrir sig. En þögnin varði ekki lengi. Áður en við vissum af var hann byrjaður aftur að syngja brúðarmarsinn hátt og snjallt þar sem hann trítlaði á eftir systir sinni. Henni til mikillar skapraunar.
Prinsinn er gagntekinn af brúðkaupum. Alvega heltekinn. Það er varla að barnið tali um annað... og svoleiðis hefur það verið síðustu mánuði. Ég er orðin svo þreytt á giftingartali og brúðarmarsinum að ég hugsa að ég geti aldrei aftur mætt í brúðkaup. Ég mun hlaupa æpandi útúr kirkjunni þegar marsinn fer að óma, enda erum við að tala um margar mánuði af giftingarpyntingum prinsins.
Málið er nefnilega að ein eða tvenn komment um giftingu frá átta ára pjakki eru kannski sniðugt, en þegar svar við nærri öllu eru giftingar er þetta farið að vera þreytandi. Óþolandi eiginlega.
"Ætlarðu að gifta þig?", spyr hann fólk í tíma og ótíma. "Viltu giftast Helga?", spyr hann heimasætuna. "Giftast! Giftast!", æpir hann út á götu. "Mamma er að fara að gifta sig... ", sönglar hann þegar honum dettur ekkert annað í huga að segja. Ég og heimasætan erum að ganga af göflunum. Ég veit ekki hvað ég þoli mikið meira af pælingum um hvort ég ætli að gifta mig og þá hverjum ég gæti gifst. Nú og hvort heimasætan, Rebbý, Snjóka, Dísa eða bara einhver sem við þekkjum ætli að gifta sig. Og ef prinsinn er í stríðnisskapi finnur hann uppá ólíklegri samsetningu fyrir brúðkaup og hlær svo óskaplega að eigin fyndni. Nú er svo komið að þreytan á brúðkaupstalinu er farið að dreifa sér í vinahópin enda er vinum ekkert hlíft í þessari umræðu. Í kvöld komu kennarinn og kattadómarinn í mat og tóku með sér eftirrétt. Þegar prinsinn spurði hvað væri í eftirrétt skelltu allir uppúr. Eftirrétturinn hefði ekki getað átt betur við: Hjónabandssæla!
Við erum búnar að reyna allt til að... ja eða næstum því... til að stoppa þetta. Við erum búin að prófa að taka undir þetta, spila með, prófa að hunsa sönginn og pælingarnar, prófa að verða reiðar, prófa mútur... Ekkert dugar. Nú er bara eitt eftir. Prinsinn hefur aldrei verið viðstaddur brúðkaup svo mér datt í hug að ef hann fengi nú að fylgjast með eins og einu læknist hann kannski af þessu bulli. Svo er ekki einhver sem býður sig fram? Bara einhver? Bara eitt lítið brúðkaup sem prinsinum er boðið í? Ha?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
mér er boðið í brúðkaup í Póllandi eftir 3 vikur, ef ég vinn í lottó skal ég fara og taka prinsinn með
Rebbý, 27.7.2008 kl. 23:02
Eða... sjá til þess að það séu alltaf til nægar birgðir af "haltu-kjafti" karamellum :-)
Einar Indriðason, 28.7.2008 kl. 11:56
He, he.. góð hugmynd, Einar! Þetta er ráð sem ég á eftir að prófa... allt til að reyna að þagga þetta niður
Vilma Kristín , 28.7.2008 kl. 12:12
Ég held að ég verði bara að drífa í þessu!!!
Hrund (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.