24.7.2008 | 20:09
Það eru ekki fiskar í sjónum...
Sjórinn reis og hneig, öldurnar kölluðu á okkur, grátbáðu okkur um að koma nær, leika við sig. Við höfðum ákveðið að fara seinni partinn á ströndina og beint að borða á eftir. Það gladdi okkur að sjá gula fánann á ströndinni blakta og við gátum varla beðið eftir að mæta öldunum, láta þær steypast yfir okkur og bera okkur til og frá.Við óðum út í, öll fjölskyldan. Hlógum og kölluðum hvert til annars. "Sjáðu þessa!" eða "Vá, þessi er skemmtileg..." Prinsinn sannaði enn og aftur að hann er sonur mömmu sinnar þar sem hljóp á móti öldunum og afgreiddi þær með karatehöggum og gat ekki hætt að hlægja. Það var ansi tómlegt um að líta á ströndinni, enda farið að halla að kveldi og vel flestir farnir heim.
Skyndilega hrópaði heimasætan upp yfir sig. Sársaukasvipur breiddist um andlitið. "Áááááááá!", vældi hún: "Ég get ekki stigið í fótinn..." Svo snéri hún baki við okkur og byrjaði að haltra í land. "Hvað kom fyrir?", kallaði ég á eftir henni og veiddi um leið prinsinn uppúr öldu og byrjaði að draga hann í átt að landi. Það var erfið ganga í land í öldurótinu sem myndaði dali og hóla í sandinn og kippti undan okkur fótunum. Fremst í flokki haltraði heimasætan, ég og prinsinn komum í humátt á eftir þar sem ég dró krakkann áfram.
Það var nokkuð ljóst að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir og þegar við komumst uppá ströndina litum við á skaðan. Ég leit á heimasætuna með furðusvip. Hún leit á mig, hálfskelkuð að sjá. Við ræddum málin. Hún gat ekki stigið almennilega í fótinn og skældi af sársauka. Það var nokkuð ljóst að það var búið að fresta fyrirhuguðum kvöldmat. Þetta kallaði á breytt plan. Já, við yrðum að fara í apótekið og láta líta á þetta.
Apótekið var um það bil að verða vinsælasti staðurinn hjá okkur í ferðinni. Þetta yrði þriðja ferð okkar í sama apótekið á innan við sólarhring. "Ó, þarna kemur hvíta fólkið aftur..." var ég viss um að afgreiðslufólkið segði þegar við myndum birtast. Annað hvort það eða að apótekarinn sé orðinn sannfærður um að ég og heimasætan séu báðar yfir okkur ástfangnar af honum.
Fyrst fórum við kvöldinu áður. Heimasætan var með munnangur og hætt að geta borðað. Apótekarinn skoðaði þetta alvarlegur á svip og reddaði okkur svo deyfandi kremi sem leysti málið. Fyrr þennan sama dag fórum við svo aftur í apótekið. Sólarexemið mitt hafði ákveðið að spretta fram af miklum þrótti og þá uppgvötvaðist að áburðinn á það hafði gleymst á Íslandi. Við í apótekið. Apótekarinn skoðaði þetta alvarlegur á svip og lét mig svo hafa bæði pillur og krem sem leysti málið.
Og nú vorum við á leiðinni þanngað aftur.Við fórum reyndar hægt. Heimasætan var undarlega innskeif sérstaklega miðað við það að venjulega er hún mjög útskeif, hún hálfdró veiku löppina og skakklappaðist þannig einhvern veginn áfram. Ég trítlaði á eftir henni og hélt í prinsinn sem skoppaði, fullur af orku. Mér varð starsýnt á fót heimasætunnar og sá hvernig hann bólgnaði út og roðnaði. Úff, þetta leit ekki vel út.Apótekarinn brosti til okkar og skoðaði þetta svo alvarlegur á svip. Við stóðum og horfðum á hann eftirvæntingarfullar, sannfærðar um að hann gæti reddað öllum heiminum. Nú og ef ekki þá sagt okkur að fara til læknis. Hann teygði sig uppí hillu og náði í krem. 6 evrur og öll okkar vandamál myndu hverfa. Kannski ekki eins og dögg fyrir sölu.. en hverfa á endanum allavega. Við drifum okkur (eins og hægt er að drífa sig með haltrandi heimasætu) í kvöldmatinn, sælar og ánægðar með marglyttukremið.
Heimasætan hafði semsagt lent í árekstri við marglyttu, ekki einu sinni heldur tvisvar - bæði á læri og mjöðm. Við gátum ekki hætt að flissa... þetta er auðvitað sérstaklega fyndið þar sem hún er sú eina í fjölskyldunni sem er hrædd við fiskana í sjónum (sjá færslu síðan í síðasta sumarfríi http://limma-sina.blogcentral.is/blog/2007/8/27/skelfilegur-atburdur/ )
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohh þið eruð svo seinheppin stundum ..... en var apótekarinn sætur?
Rebbý, 25.7.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.