18.7.2008 | 22:37
Í frjálsu falli!
Ég er lofthrædd. Verð skelfingu lostin við tilhugsunina um einhverja hæð. Skelf ef ég stend uppá stól. Tala í mig kjark í hvert sinn ég þarf að labba upp stigann í vinnunni. Það var því nokkuð vandamál að mála alla íbúðina. Sko það þarf að pennsla uppvið loft. Og svo.. og svo þarf að mála fyrir ofan eldhúsinnréttinguna. Ohh, my god. Hvernig átti ég að fara að þessu.
Ég var frávita af hræðslu þegar ég byrjaði í forstofunni. Stiginn skalf undir mér þegar ég prílaði upp. Ég hálfskældi á meðan ég mundaði penslilinn. Eftir nokkrar ferðir upp og niður, þegar ég var komin inná ganginn byrsti ég mig við sjálfa mig. "Hættu þessu væli. Harkaðu af þér", sagði ég og reyndi að hljóma ákveðin. Þetta virtist virka því þegar ég var komin inní stofu var ég orðin nokkuð örugg. Trítlaði upp og niður. Ekkert mál.
Þá var komið að eldhúsinnréttingunni. Úbbss... Þar var ekkert að gera annað en að príla uppá. Og standa þar. Hátt, hátt uppi. Fyrstu umferðirnar hélt ég dauðataki á í allt sem ég náði í. Dauðhrædd um að hrapa til jarðar. Hrapa til dauða. Ja, ef ekki dauða þá til alvarlegra limlestinga. Ég sá mig fyrir mig í sjúkrarúmi, vafða frá tá til höfuðs. Nær dauða en lífi.
En svo komu næstu umferðir og einhvern veginn varð þetta auðveldara og auðveldara. Síðasta skiptið sem ég fór upp trítlaði ég án þess að halda mér í. Hélt jafnvægi á mjórri spýtu, fram hjá vasknum. Dillaði mér við tónlistana, gjörsamlega áhyggjulaus.
Hvað er næst? Ja, kannski fallhlífarstökk...
Ég var frávita af hræðslu þegar ég byrjaði í forstofunni. Stiginn skalf undir mér þegar ég prílaði upp. Ég hálfskældi á meðan ég mundaði penslilinn. Eftir nokkrar ferðir upp og niður, þegar ég var komin inná ganginn byrsti ég mig við sjálfa mig. "Hættu þessu væli. Harkaðu af þér", sagði ég og reyndi að hljóma ákveðin. Þetta virtist virka því þegar ég var komin inní stofu var ég orðin nokkuð örugg. Trítlaði upp og niður. Ekkert mál.
Þá var komið að eldhúsinnréttingunni. Úbbss... Þar var ekkert að gera annað en að príla uppá. Og standa þar. Hátt, hátt uppi. Fyrstu umferðirnar hélt ég dauðataki á í allt sem ég náði í. Dauðhrædd um að hrapa til jarðar. Hrapa til dauða. Ja, ef ekki dauða þá til alvarlegra limlestinga. Ég sá mig fyrir mig í sjúkrarúmi, vafða frá tá til höfuðs. Nær dauða en lífi.
En svo komu næstu umferðir og einhvern veginn varð þetta auðveldara og auðveldara. Síðasta skiptið sem ég fór upp trítlaði ég án þess að halda mér í. Hélt jafnvægi á mjórri spýtu, fram hjá vasknum. Dillaði mér við tónlistana, gjörsamlega áhyggjulaus.
Hvað er næst? Ja, kannski fallhlífarstökk...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Tja... þetta er sennilega bara ágætis leið til að æfa sig fyrir fallhlífarstökkið, já. Eitt ráð, samt. EKKI gleyma að taka fallhlífina með, og opna hana á réttum tíma. (ok, tvö ráð, en þau eiga svo vel saman.)
Einar Indriðason, 19.7.2008 kl. 00:42
þú ert duglegust ..... ekki samt henda mér í baðkarið þitt til að losa mig við vatnshræðsluna
Rebbý, 19.7.2008 kl. 10:56
Esjan :)
Bibba (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.