Ranar, grísir og tíkur!

"Raninn... það er það sem skiptir máli...", stóri bróðir og hélt svo áfram:  "þar af leiðandi hlýt ég að vera fíllinn!"  Við skelltum allar uppúr.  Raninn!  Auðvitað! Alveg tákn karlmennskunnar.  Rebbý valdi sjálf að vera svínið.  Bar myndina uppað andlitinu og spurði okkur hvort þetta væri ekki akkúrat hún. Við kinkuðum kolli.  Snjóka fékk að velja hvort hún væri mörgæsin eða hundurinn þar sem allir urðu að vera persónur á mynd.  Hún valdi hundinn.  "Ertu þá tík?", spurði ég af minni einskæru einlægni. Snjóka hló við og kinkaði kolli og sagði svo "mjá".  Hún er nefnilega hundur sem segir mjá. Og það er bara allt í lagi.  Það er allt leyfilegt þegar við erum annars vegar, ég og hjálparkokkarnir mínir.  Á mínu heimili er best að vera aðeins út úr hefðbundnu munstri.

"Þú ert svo skemmtilega skrítin!", sagði Rebbý og skellti uppúr.  Enn einu sinni var ég búin að gera eitthvað óhefðbundið.  Eitthvað pínu skrítið í augum annara, en sennilega fullkomlega eðlilegt í mínum augum.  Síðustu viku hefur verið mikið líf og fjör á okkar heimili.  Rebbý hefur komið inní vinnuna með góð ráð og hugmyndir, verið óþreytandi í verslunarleiðöngrum, myndaupphengingum og skreytingum.  Ég er mjög stoltur eigandi af skraut gluggum í eldhúsinu, eitthvað sem ég hefði aldrei náð að gera sjálf.  Rebbý fylgdu svo pólskir handlagnir verkamenn sem skrúfuðu saman húsgögn í tvo daga og horfðu á okkur haga okkur eins og fífl og hlustuðu á okkur syngja... og syngja... og syngja... og á endanum stóð ég uppi með nýju og fínu húsgögnin.  Stóri bróðir hefur sýnt hvað hann er ótrúlega handlaginn og hefur reddað öllu frá rafmagnsklóm til gardína sem þurfti að "stytta". Snjóka með sitt næma en rangeygja auga lagði bæði línurnar áður en lagt var af stað í aðgerðir og kom sterk inní upphengingu og stíleseringu. 

Ég er heppin að eiga besta bróðir i heimi og frábærustu vinkonurnar!  Og núna á ég líka flottustu íbúðana... sem er mín...mín... mín... laus undan áhrifum "x"-ins... með fullt af áhrifum frá frábæru fólki og fullt af "vilmu"legum hlutum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já íbúðin er sko VILMUleg því verður aldrei neitað
verði þér bara að góðu að eiga mig sem vinkonu, hef alltaf elskað hvað þú ert skemmtilega skrítin og örugglega þess vegna sem við náum svona vel saman

pólsku strákarnir biðja að heilsa, voru boðnir og búnir að koma aftur þegar ég kallaði á þá til að þakka þeim aftur hjálpina .... sennilega svona hrifnir af söngnum  eða kannski bara haft svona gaman af góðlátlegu þrætunum sem áttu sér stað yfir öllu sem við gerðum

Rebbý, 17.7.2008 kl. 17:50

2 identicon

Er hún þá orðin bleik eins og jólatréð ?

Bibba (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband