16.7.2008 | 00:38
Er ég dramadrottning?
Það að vera dramadrottning er eitthvað sem ég er óskaplega góð í. Ég er líka svakalega góð í að vera prinsessa. Þetta er mér bara mjög eðlileg "ástand"... ég meina ég ER prinsessa. Það hlýtur bara að vera... mér líður eins og ég sé prinsessa. Og lífð er svo mikið mikið skemmtilegra með smá drama... án dramatíkur er það flatt og leiðinlegt.
Og þar sem ég ER prinsessa og dramadrottning verð ég alltaf svo hissa þegar fólk reynir að tala við mig eða koma fram við mig eins og ég sé bara venjuleg. Sjá þau ekki að ég er prinsessan? Og þegar ég fæ fólk engan veginn til að ná því að ég er prinsessa birtist dramadrottningin og gerir heilmikið mál úr öllu því sem ég fá ekki framfylgt, heilmikið mál úr því sem er ekki að gerast.
Það besta er kannski að ég geri mér fyllilega grein fyrir þessu... en ég ræð bara ekki við mig. Svo frekar en að berjast á móti þessu ákvað ég fyrir nokkrum árum að ná góðu valdi á listinni að vera prinsessa og dramadrottning. Svo já, ég er dramadrottning. Og ekki bara hvaða dramadrottning sem er... nei ég er prinsessa dramadrottninganna :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hvaðan kom þessi speki?
ég reyndar búin að vita þetta í 21 ár, en gott að þú segir öllum hinum frá því líka
Rebbý, 16.7.2008 kl. 10:05
Þú gætir líka verið drottning dramaprinsessanna?
Einar Indriðason, 16.7.2008 kl. 11:52
Sooooo true
Bibba (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.