"I love you" - sönn ástarsaga

Hún hallaði sér upp að honum, leit á hann ástföngnum augum og hugsaði um hvað hún var heppin. Heppin að hafa hitt hann, heppin að hann elskaði hana og enga nema hana. Heppin að hafa einhvern sem hugsaði um hana og veitti henni öryggi í þessum stóra grimma heimi sem hafði farið svo óblíðum höndum um hana. Nú var hún í öruggri höfn, hólpin og undir verndarvæng hans.

Hann strauk blítt yfir höfuð hennar. Hallaði sínu höfði að hennar og lygndi aftur augunum. Ekki lengur einn. Ekki lengur einmanna. Ekki lengur lengur stakur í ólgusjó lífsins heldur hluti af heild. Saman voru þau sterkari, saman voru þau ósigrandi. Hann fann hvernig hún treysti á hann. Hvernig hún leit upp til hans. Hvernig hún slakaði á þegar hann var nærri.

Hún húfraði sig upp að honum og gróf höfuðið í hálsakoti hans. Naut þess að finna hitann frá honum ylja henni. Reyndi að renna saman við hann svo þau væru þessi heild sem henni fannst þau vera. Hún hallaði aftur augunum og náði að blunda stundarkorn. Um leið og hún sofnaði fann hann stoltið breiðast um brjóst sér. Hún var virkilega hans. Hún sem var svo falleg, svo undurfögur. Hún var hans. Hann hallaði einnig aftur augunum og leyfði sér að svífa inní draumalandið þar sem hún tók á móti honum. Hún var sú eina rétta. Sönnun þess að það er aldrei of seint að finna sálufélagann. Sönnun þess að það er aldrei of seint að elska. Þau myndur eyða ævinni saman, hann var þess fullviss og í svefni þrýsti hann sér enn nær henni.

Ég og heimasætan stóðum og fylgdumst með fallegustu ástarsögunni í gegnum rimlana. Horfðum á Trúls og Kiki, gárana okkar, opinbera ást sína. Kiki sem við höfðum tekið að okkur þegar hún líktist ekki einu sinni fugli, eftir slæma meðferð á fyrra heimili er núna orðin glæsilegur fulltrúi tegundar sinnar, fagur gul og græn. Og ekki lengur eins stygg og hún var. Trúls sem hefur búið einn nokkurn tíma eftir að hafa misst fyrri maka. Við ákváðum að láta þau hittast fyrir viku síðan og nú eru þau ástfangin, svo ástfangin að við getum varla haft augun af þeim, þau gefa manni nýja von, trú á að kannski sé einhvers staðar sálufélagi handa öllum.

Hún hallar sér að honum, hann belgir sig út og snyrtir fjaðrirnar hennar, hún felur höfuðið í hálsakoti hans og hann hallar sér á móti. Þau eru ótrúlega falleg og einlæg í hrifningu sinni og sýna fegurstu mynd af ást sem hægt er að sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg frásögn Vilma.

Heiða Þórðar, 15.7.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Rebbý

ohh missti ég af þessu .......  
some day - some time

Rebbý, 15.7.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Einar Indriðason

:-)

Einar Indriðason, 15.7.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband