10.7.2008 | 23:04
Ég er gullfiskur
"Týpísk þú", sagði Rebbý í símann og hló við. Ég var að fara yfir stöðuna með henni. Athyglisbresturinn er að hrjá mig og ég verð seint kölluð skipulögð týpa. Nei, ég er allt annað og með athygli á við gullfisk. Og nú er ég á fullu að mála. Og ég mála hér... og ég mála þar... og svo mála ég þarna... Svo þegar Rebbý hringdi var að mála á þremur stöðum í einu. Óskaplega dugleg. Ég var að mála inní eldhúsi. Ég var að mála hornið inní stofu. Ég var að mála ganginn. Smá klessa hér. Smá klessa þar. Rúlla svolítið. Pensla svolítið.
Og einhvern veginn féll þetta allt saman á endanum. Small saman. Ég er búin með ganginn. Og eldhúsið og hornið í stofuni eru að bíða síðustu umferðar. Ég er búin að þrífa bakvið eldavélina og rífa hana fram á gólf. Og með þrjóskunni náði ég ísskápnum fram á gólf og skrúbbaði á bak við hann.
Engu að síður náðum við að troða IKEA ferð með viðkomu í Húsgagnahöllinni inná dagskránna. Og nú erum við búin að finna næstum allt sem við þurfum að kaupa. Borð, kommóðu, sjónvarpsskáp, spegil. Myndir á veggina bíða þar til búið er að mála. Eina sem enn er ekki búið að finna er skóskápur... það ætlar að ganga illa. Innkaupaferð á morgun eða laugardag... Þanngað til mála og mála og mála...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Gullfiskur og ljón. Ekki furða þótt þú sért soldið flækt greyið mitt :)
Bibba (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 07:55
oh my - meiri verslunarferðir .... ekki gleyma gardínuferðinni kona góð
Rebbý, 11.7.2008 kl. 08:47
Voðalega eruð þið duglegar, hlakka til að kíkja á ykkur og sjá árangurinn
Snjóka, 11.7.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.