Að hrista hann...

"Ég kem honum ekki í gatið", stundi ég þar sem ég lá marflöt og barðist við að ná einhverri stjórn á viðfangsefninu. Við aukinn hristing varð þetta verkefni alls ekki auðveldara, ég kom honum bara alls ekki í gatið. "Hættu að hrista hann! Hættu að hrista hann!", bað ég fallega og reyndi að koma mér betur fyrir svo ég ætti auðveldara með að klára málið.

Rebbý og Sævar stóri bróðir emjuðu af hlátri þar sem þau stóðu og héldu á stofuskenknum á milli sín. Skenkurinn hristist og nötraði í hláturskastinu þeirra sem gerði mér ómögulegt að koma pinnanum á fætinum í gatið neðan á skenknum, þar sem ég lá á gólfinu og baksaði við að koma fótunum aftur undir mubluna. Að lokum tókst þetta og þau gátu lagt skenkinn frá sér.

"Hvað er að ykkur?", spurði ég þegar ég stóð upp. Rebbý var hálf sigin niður á stéttina, eldrauð í framan og virtist vera að kafna úr hlátri. Sævar hallaði sér uppað vegg og tárin streymdu úr augunum. "Hvað?", spurði ég aftur. "Ohhh, þú ert alltof saklaus...", stundi Rebbý. "Vilma! Ef þú náðir ekki brandaranum með að 'hrista hann' er orðið of langt síðan síðast...", svaraði Sævar.

Ég leit á þau til skiptis og hristi hausinn... auðvitað! Hvað var að mér að fatta þetta ekki? "Ég var bara með hugann við vinnuna", sagði ég og hélt svo áfram: "ég veit hvar þið voruð með kollana.. ég var ekki í þeim sora..." Svo skellti ég uppúr líka. Eftir þetta virtust allar samræður enda á kommentum um miðfætur og fleira slíkt. Agalegt hvað er hægt að koma mörgum klúrum athugasemdum að þegar maður er að tala um ósköp sakleysislegan skenk.

Annars var þetta stór dagur hjá okkur. Jebb, ég er opinberlega byrjuð að mála stofuna. Ég var búin að segjast byrja í dag... og allir sem sögðu að það væri vonlaust höfðu rangt fyrir sér. Og hananú. Reyndar er ég bara búin með 2 veggi inná gangi. En samt, ég er byrjuð.

Þetta var líka dagurinn sem við virkilega komumst áfram. "Hvað unnuð þið í lottó?", spurði fallegi flutningabílstjórinn sem kom og sótti hálfa búslóðina til að fara með hana á Sorpu. Við náðum að fylla bílinn hans og vinkuðum honum vingjarnlega að lokum.

Við náðum að komast yfir ótrúlega marg, þrátt fyrir rannsókn á heilsugæslustöðinni og klukkutíma heimsókn í tannréttingar. Kannsti var ég svona orkumikil þar sem viðskiptavinur náði mér á lappir vel fyrir sjö í morgun. Loksins eru hrúgurnar að minnka, húsgögnunum að fækka og skipulagið að aukast. Það sést meira að segja í sófann. Þökk sé Rebbý... Ég gabbaði hana nefnilega með mér í "smá" túr í Húsasmiðjuna að kaupa málningu. Það tók rúman klukkutíma og á meðan biðinni stóð skipti ég þrisvar um skoðun. Bíðið bara þar til þið sjáið litavalið. Svo brunuðum við heim þar sem ég bauð Rebbý í pizzu, fastsetti hana svo og gabbaði hana til að brjóta saman stóran hluta af þvottafjallinu sem var búið að ná stjórn á sófanum. Hún rétt náði að klára að brjóta saman áður en "operation skenkur" byrjaði. Hún var svo spennt að fylgjast með flutningum á þessari stærðar mublu úr stofunni inní herbergi að ég gat ekki annað en leyft henni að bera hann með Sævari.

Sævar var eins og hvítur stormsveipur, stökk á milli herbergja og hengdi upp ljós sem var orðið löngu tímabært. Dröslaðist svo með skenkinn til og frá, skrúfaði fæturnar af, snéri, velti og kom honum á endanum inní herbergi þar sem fer óskaplega vel um skenkinn.

Á morgun er stefnan að ná að klára alla vega eina... helst tvær.. umferðir og fara í IKEA að versla inn ný húsgögn. Mikið að gera í þessu sumarfríi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri hugsunarhátturinn hjá sumu fólki ;)

Bibba (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Rebbý

já elskan, maður hristir ekki miðfótinn of mikið - mundu það bara
annars var þetta hin fínasta skemmtun í málingaleiðangrinum því þér tókst að ganga fram af viðskiptavini með litavalinu - ekki allir svona dull sko
svo finnst mér Sævar eigi næst að vera í leðrinu eins og þú ræddir um ..... næst er nú reyndar sennilega ljónapartýið .... myndi slá í gegn þar

Rebbý, 10.7.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... og ... Hvenær verður gefið út á video svona... "Best of" ?

(annars glotti ég nú við lesturinn :-)

Einar Indriðason, 10.7.2008 kl. 10:15

4 identicon

Ertu að henda túbuskjáunum á ganginum???

Ljón Gunnar (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:02

5 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... já, Gunni! Ég henti túpuskjánum... og (haldið ykkur fast) ég henti líka BÁÐUM ónýtu örbylgjuofnunum! Ótrúlegar framfarir á þessu heimili

Vilma Kristín , 10.7.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband