Litla stúlkan með kommóðuna

Litla stúlkan togaði og togaði af öllum lífsins kröftum. Togaði og lyfti um leið. Kommóðan var nærri stærri en hún og allavega tvisvar sinnum þyngri. Hún beit á jaxlinn þar sem hún stóð inní geymslunni og barðist við kommóðuna. Með þrautseigju og þolinmæði náði hún að lyfta kommóðunni nógu hátt svo hún næði upp í geymsluna.

Ég aftur á móti hálfkraup í miður þokkafullri stellingu við hinn enda kommóðunnar og ýtti og ýtti eins og ég gat neðst á hana. Ég tók á öllu sem ég átti og reyndi að öskra í leiðinni eins og kraftlyftingarmenn undir hvatningarhrópum litlu stúlkunnar sem stjórnaði þessum flutningum með miklum myndarskap.

Það að flytja yfir aldargamla kommóðu löngömmu minnar af ganginum útí geymslu reyndist hið mesta verk. Kommóðan er stór og þunlamaleg og óskaplega þung. Þar að auki er ekkert tak á henni. Ekkert. Við vorum örugglega góðan hálftíma, ég og heimsætan, að baksa þetta með hana. Draga, ýta, lyfta. Ég er óskaplega heppin að heimasætan er ótrúlega sterk. Í þessum litla kropp sem er bara einn og hálfur meter leynast kraftar sem hvaða unglingsdrengur gæti verið stoltur af. Enda eru strákarnir oft að dáðst að styrknum og mana hana í keppni. Og í dag naut ég góðs af þessu þegar litla stúlkan með kommóðuna kom okkur alla leið útí geymslu... án þess að slasa okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gosh! You'r makeing me blush, but I deserve it

Heimasætan...

Sessý (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Rebbý

hehe  heimasætan er nagli - heyri það
hlakka líka til að heyra söguna um skenkinn eftir daginn í dag

Rebbý, 9.7.2008 kl. 08:55

3 identicon

Greinilegt að þið voruð að taka til í gærkvöldi.   Ég hringi og heimasætan svarar.  "Mamma, það er síminn"!    Ég heyri í þér : "Já, geturðu ekki komið með hann til mín ?"
"Nei, ég KEMST ekki" !
... eru ekki að minnka hjá ykkur hrúgurnar ?
:)

Bibba (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... nei hrúgurnar eru eiginlega ekki að minnka.. en þær færast um húsið. Þú hittir á góðan tíma til að hringja í gær þar sem við sátum fastar undir sitthvorri hrúgunni :)

Vilma Kristín , 9.7.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband