7.7.2008 | 23:57
Mannorðinu bjargað
Stóri jebbinn snarnegldi niður við hliðina á mér og ég sá furðulostið andlit bílstjórans stara á mig. Ég brosti og trítlaði að bílnum og hoppaði inn. "Veistu ekki að það er hættulegt að stoppa svona?", spurði ég bílstjórann sem virtist ekkert liggja á að leggja af stað aftur. "Hvað ert þú að gera hér?", svaraði Bibba um leið og hún renndi af stað.
Það var kannski ekki nema von að hún spurði. Þarna stóð ég í miðju iðnaðarhverfi að bíða eftir strætó klukkan átta að morgni. Ég útskýrði að Rúna væri loksins komin í viðgerð þarna rétt hjá og ég væri að bíða eftir strætó til að komast heim. Agalega dugleg að drífa mig bara með strætó. Bibbu virtist létta. "Ó, ég var einmitt að hugsa hvaðan þú værir eiginlega að koma. Hvar þú hefðir verið í nótt. Það eru engar íbúðir hér nálægt", sagði hún og hló við. "Ég hefði nú kannski getað hafa gist hjá pólverja sem býr í iðnaðarhúsi", sagði ég og hló meira að tilhugsuninni um mig að gista annars staðar en heima hjá mér. "Þú gerir þér grein fyrir því að helmingur vinnufélaga okkar keyrir hér framhjá", sagði Bibba... og ég varð henni samstundis þakklát fyrir að hafa gripið mig með og bjargað um leið mannorði mínu. Það hefði nú ekki verið gott ef helmingur vinnufélaganna hefði verið með getgátur um næturbrölt á mér... Fyndin tilhugsun samt.
Annars var þetta langur og erfiður dagur. Ég lagði loks í barnaherberbergið sem ég hef ekki getað opnað síðustu tvo mánuði... og hef ekki tekið til í síðan fyrir jól. Og ég var ALLAN daginn að rembast við að taka til í því. Fyrst henti ég öllu fram á gang þanngað til ekki var hægt að ganga lengur um. Svo skrúbbaði ég gólfið með svampi og allskonar tólum og efnum. Mjög gaman. Breytti svo alveg uppröðun húsgagna og bætti við hillum.
Ég var því eiginlega bara fegin þegar vottarnir mínir kíktu við. Komið að nýjum tíma í biblíufræðum. Prinsinn bauð þeim í bæinn og svipurinn á þeim var óborganlegur þar sem þeir stóðu í forstofuna og störðu á fjall af drasli úr barnaherberginu sem varnaði þeim að halda áfram inní íbúðina. Ég rak hausinn útúr barnaherberginu og útskýrði að ég væri að "taka til"... svo prílað ég uppá hrúguna og renndi mér niður forstofumegin og bauð vottunum út á stétt í góða veðrið í biblíutímann.
Nú er ég komin það langt í fræðunum að ég fæ að lesa líka. Svo þarna stóð ég út á stétt með tveimur vottum og við skiptumst á að lesa uppúr kennslubókinni. Og skiptumst á að lesa vers úr biblíunni. Og skiptumst á að lesa sálma. Ég tek þessu öllu mjög hátíðlega. Á milli upplestra er svo spjallað um biblíuna og fræðin. Og þar sem ég stóð og las uppúr biblíunni vissi ég ekki að við hefðu áhlustendur. Nágranni minn á efri hæðinni var að mála svalirnar og fékk óvænt smá kristnifræði í kaupbæti. Þau halda örugglega að ég sé búin að tapa glórunni. Þau eru þá ekki ein um það. Sævar stóri bróðir emjaði af hlátri þegar ég reyndi að bera mig illa við hann. Ég get bara ómögulega verið dónaleg við fólkið. Þau eru eitthvað svo falleg og góð... og eitthvað svo kristnileg... getur maður sagt það. Svo ég verð sennilega í biblíutímum út árið. Einhver sem vill vera með?
Í næsta tíma á að fjalla um hungursneyð í heiminum og hvernig guð kemur þar við sögu. Spennandi efni.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þú getur sagt mér hvað sem er en ég er eiginlega farin að hallast að þessu með pólverjann. Þá hefur maður líka nýtt slúður :)
Bibba (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 07:56
já - myndi alveg trúa þessu með pólverjann upp á þig enda vel á veg komin með námskeiðið mitt
Rebbý, 8.7.2008 kl. 11:02
Þú veist hvað þú átt að segja næst þegar þeir koma, nei á kurteislegan hátt!! Nema.....hmmmm það verða kannski bara biblíupartý hjá þér í framtíðinni í stað ljónapartýa, allir sitja voða penir og prúðir og lesa úr biblíunni :).
Hrund (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.