6.7.2008 | 23:27
Sjálfsmorðsóða Perla
Þula hljóp fram og til baka fyrir neðan skenkinn. "Hvað er að þér köttur?", spurði ég höstum tóni og bað hana svo vinsamlegast um að hætta þessum látum. Þula trítlaði í burtu og settist inní eldhús. Ég hélt áfram að góna á uppáhaldsþáttinn minn í tölvunni, alveg orðin húkt á þessari vitleysu.
Út undan mér sá ég einhverja hreyfingu svo ég leit upp. Þula mætt aftur fyrir neðan skenkinn og í þetta sinn með Graffiti með sér. Þula færði sig til og frá og virkaði mjög óróleg. Graffiti sat kyrr og virtist vera að hugsa. Hún sleikti út um og gerði sig líklega til að stökkva uppá skenkinn. Hvað er eiginlega að þessum köttum hugsaði ég og horfði á þær í nokkrar sekúndur áður en það náði inní heilan á mér... hvað var ég að horfa á? Er ég biluð?
Ég stökk upp, henti frá mér tölvunni og æpti heimasætuna að koma strax! Undireins! Drífa sig og hjálpa mér... Ég stökk að köttunum og náði að stöðva Graffiti í að stökkva. Náði að fá Þulu til að bakka nokkur skref til baka með því að sprikla með fótunum á sama tíma reyndi ég að handsama mjög svo frjálslegan dísarpáfagauk sem spígsporaði á brúninni á skenknum, svona eins og til að auglýsa sig fyrir köttunum sem sátu og mændu á hana. "Stökktu á puttann... Stökktu á puttann....", grátbað ég Perlu sem bakkaði og setti upp svip eins og hún vildi segja að henni dytti sko ekki í hug að þóknast mér. "Ertu orðin alveg snar?", hélt ég áfram að skammast í fuglinum. "Viltu að þær borði þig? Ha? Viltu það?" Þetta virtist nægja því nú stökk hún á puttan. Heimasætan var mætt til að athuga hvað gengi á. "Hjálpaðu mér... náðu köttunum", æpti ég og barðist við að koma fuglinum inní búrið. Perla var enn ekki alveg sannfærð og greip með goggnum í hurðina og hékk þar. Ég tók um litla búkinn og þvingaði hana inn og skellti í lás, snér búrinu svo uppað vegg til að loka strokugatinu. Ég sver það... ég verð að fjárfesta í nýju búri. Það er annað hvort það eða að leyfa köttunum að leika við hana...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
AAAARRRGGG einu sinni enn strokutilraun .... kjarkurinn í þessum fugli
Rebbý, 7.7.2008 kl. 08:44
Úffff það hlýtur að vera spennandi líf að búa með fjórum köttum og þremur páfagaukum (eða voru þeir tveir ?) og fullt af fiskum.
Verst að hamstrarnir skuli ekki vera lifandi ennþá ... og naggrísinn ... og kanínan ... og froskurinn :)
Bibba (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.