4.7.2008 | 21:46
Nýr starfsframi.
"Ég veit ekki afhverju maður er í þessum bransa...", stundi ég í símann. "Nei, einmitt! Af hverju erum við ekki að vinna á leikskóla? Það fólk er bara sofandi heima núna, þegar er lokað er bara lokað", tók eyjamaðurinn undir með mér. Klukkan var að nálgast fjögur um morgun og við vorum að byrja að ná einhverjum böndum á óstýrilátt tölvukerfi sem vildi ekki þýðast okkur. Enn var nokkuð í það að við gætum farið heim, enn nokkuð í það að við gætum farið að sofa. Og framundan heill vinnudagur. Engin miskun þar. Og ég í sumarfríi!
Þegar ég var að klára vinnudaginn settist ég aðeins inn til sálfræðingsins. "Ég sakna þín...", viðurkenndi ég og fékk álíka játningu til baka. Það er algjör nausyn að spjalla við sálfræðinginn öðru hvoru. Ég sagði honum frá samtali okkar eyjamannsins... að við værum að spá í starfsframa í leikskólageiranum. "Ha, ha, ha, ha...", emjaði sálfræðingurinn og hélt svo áfram: "en það er fólk sem er öðruvísi en þið tvö! Þið tvö mynduð aldrei þrífast þar... þið eruð ekki týpur í það starf.." og svo hélt hann áfram að hlægja að tilhugsuninni um mig og eyjamanninn að passa börn og fara áhyggjulaus heim klukkan fjögur. Brjálæðislega fyndið... klárlega...
En nú er ég komin aftur í sumarfrí... eftir næturtörn og einn vinnudag er ágætt að snúa heim og fara að reyna að ná einhverri stjórn á ástandinu hér. Ástandinu sem fer frekar versnandi en hitt. Reyndar er ég búin að vera óskaplega löt í dag. Nóttin situr í mér, tæplega tveggja tíma svefn á milli vinnudaga er full lítið. En á móti kemur að þetta var fínt "boost" fyrir egóið. "Við erum rosalega góð", sagði eyjamaðurinn við mig í símann í morgun þegar kom í ljós að erfiði næturinnar hafði skilað því að uppfærslan á tölvukerfinu hafði ekki framkallað nein vandamál. Allt virkaði. "Já", svaraði ég: "Við erum langbest..." Sennilega er rétt hjá sálfræðingnum að við eyjamaðurinn erum þessar týpur sem þrífast á "aksjón" og smá spennu...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
elsku vinkona ... þú yrðir frábær í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur .... en hrædd um að þú þurfir að fá að nota heilann alveg helling svo það heftir þig í vali um nýjan starfsframa
Rebbý, 4.7.2008 kl. 23:35
Já og hvar værum við dramadrottningar ef við gætum ekki kvartað yfir neinu ..
Bibba (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.