Glæpamaðurinn ég!

Ég fann hvernig taugarnir þöndust út.   Með dynjandi hjartslátt stóð ég við borðið og reyndi að vera „kúl“ á því.  Ég leit á heimasætuna sem brosti uppörvandi til mín.  Ég reyndi að brosa til baka en útkoman varð bara nokkurs konar gretta, svolítið eins og mér væri illt í maganum, með vindgang.  Kaldur sviti spratt fram á ennið og einn dropi rann niður andlitið. SHIT!  Úfff, loksins var búið að afgreiða gömlu konuna á undan mér. Afgreiðslukonan bauð góðan daginn eins og ég væri hver annar viðskiptavinur og reyndi að taka við blöðunum úr höndunum á mér.  Ég var svo taugastrekkt að ég gat ekki sleppt.  Heimasætan hvessti á mig augum. Með ótrúlegum viljastyrk náði ég að sleppa blöðunum og leit flóttalega í kringum mig... leita að útgönguleið.  Mér fannst afgreiðslukonan bora mig í sundur með augunum.  Sannfærð um að hún sæi inn í mína svörtu sál var ég nærri búin að játa. Ég rétt náði að bíta í tunguna á mér þegar afgreiðslukonan snéri sér við og fór i bakherbergi. Þaðan kom hún með tvo pakka.  Tvo pakka sem ég átti alls ekki.  Tvo pakka sem ég var samt að reyna að nálgast.  Þarna var ég semsagt komin í erindagerðum fyrir kennarann.  Ég er að enn að passa á meðan hún er í útlandinu og henni höfðu borist tilkynningar um pakka... og ítrekanir um að sækja þá. Í góðmennsku minni ákvað ég að sækja þá fyrir hana.  Allt í góðu.  Þar til ég áttaði mig á að þetta væri póstsvindl og  maður þarf að kvitta fyrir pakka.  Í einhverju brjálæðiskasti ákvað ég samt að halda áfram og var nærri búin að pissa á mig af hræðslu við þetta.  Afgreiðslukonan rétti mér pakkana og einnig blað sem ég átti að undirrita.  SHIT! Þarna átti að skrifa nafn og kennitölu og undir var snyrtilega búið að prenta kennitölu kennarans til samanburðar. Hvað átti ég nú að gera?  Fullkomna glæpinn og skrifa hennar nafn?  Vera kúl á því og skrifa mitt?  Afgreiðslukonan horfði rannsakandi á mig þar sem ég fitlaði við pennann og nagaði á mér neðri vörina á meðan ég reyndi að ákveða hvað ég ætti að skrifa.  Ég gat ekki beðið lengur... varð að framkvæma eitthvað...  Ég lokaði augunum augnablik, andaði djúpt og skrifaði nafnið mitt svo, eins hratt, eins kless og eins illa og ég gat og vonaði að afgreiðslustúlkan gæti ekki lesið þetta, ég freistaði þess  að sleppa að skrifa kennitölu.  Hún rétt gjóaði augunum á blaðið og virtist ekkert ætla að gera mál úr þessu. Skjálfandi rétti ég henni debetkortið og bað til guðs að hún myndi ekki líta við og sjá þar nafnið mitt prentað áberandi stöfum.  Ég sá fyrir mér að ég yrði handtekin, lenti í fangelsi fyrir að skjalafals og fyrir að svíkja út póst saklausra kennara.  Hún renndi kortinu í gegn. Og aftur. Og aftur.  Röndin er orðin léleg og akkúrat á þessari stundu harðneitaði hún að virka.  Plís, plís.... virkaðu... bað ég í hljóði og var bænheyrð um leið.  Aftur lét ég sama leik og krotaði óskiljanlega á kvittunina.  Reif upp pakkana og arkaði eins hratt og ég gat út... enn með hjartslátt og svima stökk ég uppí bíl og spólaði í burtu.  Ég vil aldrei fara aftur á þetta pósthús.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Vilma krimmi .... hljómar ekki vel  hehehe   en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína

Rebbý, 4.7.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband