Allt að gerast...

Hjá mér er allt að gerast... allt í einu... Jebb, ég er komin í sumarfrí. Frábært. Og í fyrsta sinn í hálfan mánuð er ég ekki veik sem þýðir að mér finnst ég full af orku eftir máttleysið síðustu vikur. Þar að auki er ég óvenju vel stemmd og kát þessa dagana.

Og ég er að taka sumarfríið með trompi. Akkúrat núna er ég að taka til í búrskápnum, tæma skenkinn, tæma glerskápana, mála forstofuna, laga ýmislegt inná baði, brjóta saman fjall af þvotti, taka til í þvottahúsinu, skipuleggja dvd myndirnar, taka barnaherbergið í gegn.. auk þessa venjulega eins og sjá um börnin, elda mat, versla inn... og svona snatt sem er búið að vera að bíða. Ofan í þetta bauð ég Snjóku og Rebbý í mat í kvöld. Bara af því ég hafði ekkert að gera.

"Ertu ofvirk?", spyr heimasætan og horfir á mig með vonleysis svip. Hún átti nefnilega notalegt sumarfrí þar til ég birtist. Nú er hún vakin á morgnana, dregin útum allan bæ, látin mála, taka til, þrífa, skipuleggja. "Ég hlakka til þegar þú ferð að vinna aftur...", stynur hún og hristir höfuðið.

Ég er samt alveg að ná að smita hana. Hún átti til dæmis hugmyndina í að mála bara strax forstofuna. Fjólubláa. Ohhh, forstofan verður svo falleg. "Eigum við ekki að mála eitthvað appelsínugult?", spyr ég og heimasætan kinkar kolli og heldur áfram að mála fjólublátt... engu er eyrt, listar, veggir, ofn... allt orðið svo fallegt.

Rebbý horfði í kringum sig og seig svo saman af hlátri. Hún hefur aldrei áður séð mig "taka til". Og nú er ég upp á mitt besta. "Erum við að koma að borða hjá þér?", spurði hún og hélt áfram að flissa. Ég sá að hún var að horfa á staðinn þar sem borðstofuborðið er venjulega. Það sést ekki í það fyrir hlutum sem ég er að skipuleggja. Raða. Skoða. Rebbý leit inní stofu en þar eru engin borð lengur... ég er búin að henda þeim út... Ég dey ekki ráðalaus og stillti gestunum bara uppá stóla í miðri stofunni og lét þá fá salat svo þeir þyrfti ekki að skera matinn.

Annars grunar mig að ég hafi athyglisbrest. Ég er alla jafna með frekar litla athygli, dálítill sveimhugi, stoppa stutt við og hugurinn yfirleitt á yfirsnúningi. Það er eins núna. Ég get ekki ákveðið eitthvað eitt og gert það og þess vegna geri ég allt í einu. Þvæ smá þvott, brýt saman tvær flíkur úr hrúgunni í sófanum áður en ég tæmi eina hillu í búrskápnum og ber svo úr einni hilli í skenknum yfir í eldhúsið, stekk svo fram og mála smá, áður en ég sorterta barnaleikföng á meðan ég spái í hvað ég eigi að gera næst. Húsið er gjörsamlega á hvolfi, eiginlega hvergi hægt að stíga niður fæti, sófar og borð undirlögð af "skipulagningarverkefnum" og þvotti. Og ég er í essinu mínu, hæstánægð með nóg fyrir stafni. Og það verður svo gaman þegar þetta smellur allt í endann... ég reikna þó með að þetta verkefni dugi mér út sumarfríið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja, - á meðan þú skemmtir þér ... :)

Bibba (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Rebbý

já Vilma mín, satt er að ég hef ALDREI séð svona tiltekt
salatið engu að síður rosalega gott svona eftir að ég hætti að borða eintóman chilli, en held að við Snjóka þurfum að taka að okkur skipulagningu tiltektarinnar líka.
forstofan er flott svona fjólublá og hinir litirnir verða líka flottir (best að ljóstra engu upp um restina af litavalinu)

Rebbý, 2.7.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband