29.6.2008 | 15:43
Ég og símafyrirtækið mitt
Maðurinn í símanum sat ótrúlega rólegur undir samhengislausri sögu sem fjallaði um Hlyn, Tinnu, vonda menn sem stela heimasímum, endalausa bið og vonleysisleg SMS skilaboð. Ég gjörsamlega helti öllu úr mér og yfir vesalings þjónustufulltrúann. Hann situr örugglega enn og veltir fyrir sér hver er eiginlega Hlynur og Tinna.
"Við sendum þér SMS þegar við erum búnir að kíkja á þetta", stundi hann svo upp þegar ég hleypti honum loksins að.
"Jáááááá.... einmitt! SMS! Er það ekki bara! Ha?", hvæsti ég á hann á móti og hélt svo áfram: "Verður það eins og síðast, ég verð sett á bið, því haldið fram að ég sé í hæsta forgangi og á meðan er málið ekkert skoðað? Send svo bara sms um það að málinu sé lokið þrátt fyrir að það hafi ekki verið skoðað að neinu ráði? Ég hef sko ömurlega reynslu af ykkur og bilanabeiðnum hjá ykkur"
"Nei, nei. Við skoðum þetta og sendum svo niðurstöðuna í sms", hélt maðurinn áfram. Ég hélt áfram, ótrauð. Ætlaði sko sannarlega að koma á framfæri hversu óánægð ég væri með þetta símafyrirtæki. Og því að ég treysti alls ekki einhverjum bilanaskoðunum hjá þeim, alls ekki.
Internetið heima er semsagt búið að vera bilað síðan á miðvikudag. Það þýðir að allt er komið á suðumark heima. Unglingurinn ráfar um íbúðina, gráti næst. Ekkert samband við umheiminn. Vinirnir í útlöndum og ekki hægt að tala við þá á MSN. Lífið er ömurlegt. Prinsinn minn getur ekki stundað skákæfingar eins og hann er vanur og skilur lítið í hvað varð um leikinn sinn. Og eins og það sé ekki nógu slæmt þá er ég að leysa af sem vefstjóri hjá klúbbnum mínum núna. Hálfömurlegt að vera vefstjóri án internets. Og þar að auki er ég komin í sumarfrí en lofaði að leysa smá mál heiman frá mér... nú verð ég að fara í vinnuna fyrst internetið er ekki í lagi. Það er ótrúlegt hvað þetta getur sett lífið gjörsamlega úr skorðum.
Og þarna átti ég samtal við þjónustuaðila hjá símafyrirtækinu á laugardagskvöldi. 5 samtalið á undanförnum dögum við þjónustuverið. Eftir að vera búin að skipta um router. Búin að skipta um símasnúru. Búin að skipta um smásíu. Búin að taka heimasímann úr sambandi.
Eftir reynsluna með heimasímann var ég ekkert áfjáð í að senda inn bilanatilkynningu útaf internetinu. Þjónustumaðurinn reyndi að segja að þetta væri örugglega bilun heima hjá mér og bætti um betur að tilkynna mér að ég yrði rukkuð um 11 þúsund krónur fyrir útkall heim. Þá fyrst fauk í mig og ég tilkynnti að ég myndi aldrei í lífinu fara að borga þeim fyrir þetta. Hann lofaði hátíðlega að þeir myndu bilanagreina frá húsinu og til þeirra (right)... en ef það kæmi í ljós að þetta lægi í húsinu hjá mér yrði ég að fá símvirkja og hann kostaði þetta. Ef ég þættist geta fengið hann ódýrari væri mér það velkomið. "Ódýrari?", sagði ég. "Mér er alveg saman hvort hann er ódýrari eða ekki.. .ég ætla bara ekki að borga ykkur fyrir þetta...". Eftir að hafa fengið staðfest að línan yrði skoðuð og innan hús hjá þeim, mér yrðu sendar allar niðurstöður og tékk sem gengið yrði í gegnum lagði ég á.
Hálfskælandi hringdi ég í stóra bróðir og sagði farir mínar ekki sléttar. Allt komið í vitleysu og ég yrði að redda mér símvirkja hið snarasta. Hvar finnur maður svoleiðis apparöt? Hann hló, bæði held ég að því að auðvitað lendi ég í bilun og líka yfir því að ég hafði neitað að kaupa símvirkja af símafyrirtækinu án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætlaði að gera. Bað mig svo bara að bíða rólega.. við búun nefnilega svo vel að eiga litla bróðir sem starfar sem símvirki. Ekkert mál :) heppin ég, þessu var ég búin að steingleyma... Nú er bara að reyna að vera þolinmóður fram á mánudaginn. Þá byrja ég aftur að hringja í simafyrirtækið.... Ég skal vera komin með internet aftur fyrir þriðjudaginn því annars er hætta á að fjölskyldan springi í loft upp!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
en þið voruð svo afslöppuð í gærkvöldi .. prinsinn bara að leika sér í tölvunni og við að mala og mala og mala og borða skrítna ídýfu
flott að eiga bræður sem eru nytsamir þegar maður er með stæla við fyrirtæki út í bæ ..... en þetta í alvöru kemur bara fyrir þig
Rebbý, 29.6.2008 kl. 16:54
Geturðu ekki bara hringt í Hlyn og Tinnu ?
Kannski eru þau með internettenginguna þína :)
Bibba (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:48
Já mér líst vel á það að tékka á Hlyn og Tinnu eins og Bibba stakk upp á
Snjóka, 29.6.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.