25.6.2008 | 22:11
Prinsinn minn
"Má ég hætta í Tígrisbæ? Ha?", spurði prinsinn úr aftursætinu þegar ég sótti hann á fótboltanámskeiðið í dag. "Afhverju?", spurði ég til baka. "Sko! Maður þarf að bíða svo lengi... ef maður er níu eða tíu ára þarf maður að bíða í níu eða tíu mínútur....", svaraði prinsinn án þess að hika. Ég hugsaði mig um augnablik og fékk svo staðfest hjá honum það sem mig grunaði.
Jebb, þau í Tígrisbæ nota "time out" eða hlé á börnin þegar eitthvað alvarlegt er gert. Í hléi þarf barnið að sitja 1 mínútu fyrir hvert ár. Prinsinn nálgast óðum níu ára aldurinn og lýst ekkert á að þurfa að sitja í hléi í heilar níu mínútur... ef hann skyldi nú gleyma sér og verða óþekkur. Níu mínútur eru sko mikið mikið meira en þær átta sem hann þarf að sitja núna ef honum verður á. Heilmikið meira í hans í augum.
Annars er prinsinn hæst ánægður á námskeiðinu sem hann er á núna. Eins og síðustu níu ár snýst sumarið um að koma börnum á námskeið og vistun svo mamman geti sinnt vinnunni. Um leið og heimasætan óx uppúr því að vera á námskeiðum byrjaði prinsinn að sækja þau. Ég sé fram á eitt svona sumar enn og svo er ég vonandi laus um aldur og ævi. Í alvöru. Mér finnst þetta rót leiðinlegt.
Svo núna í ár byrjaði árið á hefðbundnu leikjanámskeiði hjá Tígrisbær þar sem prinsinn hefur verið í allan vetur. Já, hjá þeim sem nota hið fræga hlé... Ég sá fram á leiðigjarnt sumar hjá prinsinum að vera allt sumarið með sömu leiðbeinendunum og sömu krökkunum á saman staðnum svo þegar ég sá auglýst spennandi fótboltanámskeið var ég fljót að bóka hann.
Það var þó með trega sem ég skyldi hann eftir síðast morguninn. Enda í nýju hverfi þar sem hann þekkir engan, hjá íþróttafélagi sem við eigum alls ekki að styðja. Svo prinsinn siglir undir fölsku flaggi, vandlega passað að hann mæti nú ekki í fjölnisgallanum... það yrði stórslys. Eftir fyrsta daginn var hann svo þreyttur að hann gat varla gengið, en ljómaði eins og sólin. Svo gaman. Svo pantaði hann fram búning eins og margir af hinum strákunum klæðast...ég reyndi að humma það fram af mér... sko ég fer ekki að fjárfesta í búning fyrir 2ja vikna námskeið.
Nú eru komnir þrír dagar og hann er enn jafnhamingjusamur með þetta. Ég heyri endalausar sögur af fótboltaleikjum, fjöruferðum, skemmtilegum krökkum og hvað sé nú gott að hvíla sig! Nú kemur hann ekkert þreyttur lengur heim... af því að hann "hvílir" sig. Verst að öllu að þetta námskeið verður ekki meira í sumar því helst vill hann bara fá að vera þarna... jebb, nýja umhverfið virðist svo sannarlega hafa gert honum gott.
Að öðru leiti er hann alveg að "fíla" sumarið. Það er stokkið út að hjóla beint eftir vinnudaginn og út í fótbolta. Ég er heppin ef ég næ honum inn fyrir tíu, hann er að verða alveg ljóshærður af sólinni, hraustlegur og vel útitekinn og allt barnaspik að renna í burtu svo það er farið að sjást í "sixpakkið"... ég veit ekki hvernig hann verður orðinn í haust!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hvaða barnaspik??
flott að hann er að blómstra - alveg eins og mamma hans ætlar líka að gera fyrir árslok
Rebbý, 25.6.2008 kl. 23:27
Verst að það skuli ekki vera til "fótboltabær" fyrir krakka sem finnst skemmtilegast að vera á stöðugri hreyfingu og eiga erfitt með að bíða.
Bibba (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.