23.6.2008 | 21:35
Jónsmessumartröð
Planið í kvöld er að fara í jónsmessuopnun Húsdýragarðsins eins og síðustu ár. Það eru ekki alir sammála þessu plani mínu. "Nei! Nei! Alls ekki", segir kvefpestin mín og hækkar hitann. Líkaminn kveinkar sér, höfuðið er þungt, útlimirnir máttlausir, andardrátturinn þvingaður.
"Ég fer bara víst...", segi ég. Bara aðeins að leggja mig fyrst. Í allan dag hef ég dregist áfram, grútmáttlaus, með stíflaða nefið mitt. Ég fer ekki að láta smá kvefpest leggja mig í rúmið þegar nýrnasýkinginn náði því ekki. Eftir að hafa hangið yfir kvöldmatnum, játaði ég mig sigraði og lagð mig í einn og hálfan tíma. Allt annað líf! Mikið hressari!
"Þú ferð ekki neitt...", segir nýrað mitt og minnir á sig með kviðverkjum. Samkvæmt mér svo mikið klárari fólki er ég sennilega marin inní mér eftir átök síðustu viku. Mjög fínt og passar vel við marblettina á höndunum eftir blóðprufunum. Agalega smat... en full miklir haustlitir.
"Ég ætla samt kannski að reyna að fara... ", segi ég með skeifu og stappa nður fótunum. Það er er ekki mitt að láta eftir svona veikindum. Núna þarf ég bara að komast í gegnum vikuna, klára verkefnin mín og þá er komið sumarfrí... veiiii....
Það er enn óvíst með Húsdýragarðinn í kvöld. Viljinn segir já, líkaminn segir nei. Sjáum til....
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Það þarf að fara að gera eitthvað við þennan vilja. Hann vantar vit ...
Bibba (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.