21.6.2008 | 23:47
Bætist í kórinn
"Hoppaðu! Hoppaðu!", skipar prinsinn og hoppar sjálfur á meðan. "Nei... farðu þarna... þú gleymdir peningum", heldur hann áfram og heimalingurinn lætur Indiana Jones hoppa, hlaupa og eltast við peninga. "Vilma! Hvað eigum við að gera núna?", kallar heimalingurinn til mín þar sem ég hangi í tölvunni. Ég sest yfir tölvuleikinn með þeim og stúdera hvað er hægt að gera. Ég er nefnilega ágætt að fá hugmyndir hvað er hægt að gera þegar leikurinn virðist vera kominn í þrot... þrátt fyrir að ég sé alveg glötuð að reyna að leika nokkuð sjálf. "Mamma, vilt þú reyna?", spyr prinsinn en áður en ég næ að segja nokkuð svarar heimalingurinn án þess að líta af skjánum: "Nei, mamma þín er bara svona til að hugsa fyrir okkur... hún kann annars ekkert að leika..."
Það var yfirveguð ákvörðun að slappa af í dag. Þreyta og ónót liggja í mér eftir vikuna. Ég er nokkuð örugglega með hita og er hálfslöpp. Svo tiltekt í geymslunni, endurskipulagning á herbergi prinsins, almenn tiltekt og þrif, þvottur og rannsókn á búrskápnum var allt sett á bið. Enda styttist í sumarfríið mitt og þá er endalaus tími til að gera heilan helling. Nú skiptir máli að hvíla sig og safna kröftum fyrir annasama viku.
Með þetta í huga var ég mætt í Kringluna klukkan tíu þar sem við prinsinn versluðum smá... reyndar áttum við bara þar leið um til að skutla heimasætunni sem var að taka aukavakt í einhverri búð sem hún vinnur alla jafna ekki í. "Ekkert mál!", sagði hún þegar ég spurði hvort henni fyndist ekkert erfitt að fara að vinna á nýjum stað, í nýrri búð með nýju fólki. Svo skutlaðist hún inní búðina og þegar ég labbaði þar fram hjá fimmmínútum seinna stóð hún bak við afgreiðsluborðið og hló með starfsmanni eins og hún hefði aldrei unnið annars staðar.
Eftir að hafa farið og sinnt búinu hjá kennararnum og kattadómaranum vorum við komin heim um ellefu leitið. Að sinna búinu hjá þeim snýst um að gefa öllum mat, skipta um vatn, moka sandkassa og heilsa uppá alla... að ógleymdu að sinna fiskunum sem mér finnst mesti ábyrgðarhlutinn reyndar. Ég er reyndar búin að gefast uppá að telja fiskana en ég reyni alltaf að telja kisurnar... Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö.... taldi ég... fann ekki Bon Bon en það er ekkert nýtt og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Síðan þá hef ég bara setið og legið til skiptis... lesið, hangið í tölvunni og horft á krakkana. Heimalingurinn er búinn að sitja í tölvuleik með prinsinum og vini hans... rétt stoppuð af svo ég gæti horft á leikinn... sem endaði illa fyrir mína menn :(
Ja, reyndar sinnti ég einu smá erindi um miðjan dag. Jebb, ég skrapp uppí Kópavog heim til líffræðingsins og sótti þar enn einn páfagaukinn og burðaðist með hann heim í risastóru búri. Dracco stytti mér og heimalingnum aðeins daginn með uppátækjum sínum. Veiðiaðferðir okkar voru ekkert sérstaklega þokkafullar þar sem við hlupum á eftir honum og hoppuðum veifandi handklæðum. Dracco er sérlega hrifinn af því að sitja á hausnum á mér og því enduðu nokkrar veiðitilraunir með því að heimalingurinn skellti handklæði á kollinn á mér. Nú er hann hins vegar orðinn rólegur hjá okkur og virðist bara líka lífið ágætlega. Hann ætlar að búa hjá okkur þar til kattadómarinn kemur heim, en þanngað til verður alla enn stærri kór sem tekur morgunsönginn á þessu heimili... frábært alveg :)
Planið á morgun... enn rólegri dagur... Ég er nefnilega sko að drífa mig í að taka núna þessa daga heima sem læknirinn var búinn að segja mér að taka... just in case að einhverjir fleiri læknar hringi í mig heim...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.