19.6.2008 | 21:51
Bullan ég
"Mamma! Mamma! Þetta er fótbolti...", kallaði heimasætan til mín með hneykslun í rómnum til mín sem sat í sófanum og hélt fyrir andlitið og blótaði. Þýskaland að skora... aftur... ohhhh....
Já, einmitt... ég sem hef verið þekkt fyrir allt annað en áhuga á fótbolta sat í sófanum að tapa mér yfir leik. Prinsinn var ekki einu sinni heima svo ég gat ekki skrifað þetta á "strákauppeldi". Neibb, þarna sat ég alein heima eftir að heimasætan skutlað sér út um dyrnar, enn að hrista hausinn yfir vitlausu mömmu sinni.
"Já", svaraði ég frekar þurrlega í símann. Hver hringir á svona stundu? Kennarinn á hinni línunni þuldi upp öll verkefnin mín næstu tvær vikurnar og spurði mig hver staðan væri fyrir kattadómarann. Rétt í þessu skoraði Þýskaland enn og aftur. "Andskotinn!!!!", æpti ég í símann á kennarann sem virtist nú ekkert kippa sér upp við þessar hræðilegu fréttir. Ég hélt áfram að fylgjast með spennt og hlustaði um leið á fyrirmælin.
"Ég er viss um að þú heyrðir ekki neitt af því sem ég sagði", stundi kennarinn en ég var fljót að sannfæra hana um annað. Ég hafði alveg heyrt allt... en nú þyrfti ég að einbeita mér að leiknum. Mínir menn þurftu á mér að halda. Prinsinn minn skilaði sér heim um leið og ég lagði á og ég fagnaði því að hafa einhvern til að horfa á með mér.
Prinsinn kom sér fyrir, spurði um stöðuna og með hverjum við héldum. "Áfram! Áfram! NEIIIIII!!!!! NEIIIIII!!!!", æpti ég á sjónvarpið og lét blótsyrði fylgja með. Hoppaði svo uppúr sætinu af æsingi: "Já! Já! Já! Skora svo ! Skora svo!" og klappaði saman höndunum af æsingi. Síðustu mínúturnar voru að gera útaf við mig.
Prinsinn var hættur að horfa á leikinn og horfði bara á mig: "Mamma! Róleg! Róleg" sagði barnið og sýndi mér með látbragði að ég ætti að setjast niður. Ég tyllti mér á sófabrúnina, bara til að stökkva upp aftur: "Koma svo! Já! Já!" og veifaði höndunum í allar áttir. "Mamma, andaðu bara rólega....", hélt prinsinn áfram rólegri og yfirvegaðri röddu: "Andðu bara rólega... inn og út..." Ég sussaði á hann og hélt áfram að æpa útí loftið.
Ég settist niður og reyndi að anda rólega að beiðni prinsins þegar leiknum lauk. Þvílík vonbrigði! Portúgal dottið úr keppni... lífið búið... heimsendir í nánd.... Stríðnisleg smáskilaboð skiluðu sér í símann... Hver sendir manni broskarl þegar svona stendur á? Ha? Þarf virkilega að strá salti í sárin? "Jæja, ég verð að reyna að halda áfram. Hertu þig upp...", sagði ég við sjálfa mig og huggaði mig við það að Holland er enn inni í myndinni. Get ekki beðið eftir laugardeginum.
Já, það er illa komið fyrir mér. Ég sem hef siglt framhjá hverri stórkeppninni á eftir annari síðustu ár sit núna, ein heima, æpandi á sjónvarpið útaf nokkrum körlum í boltaleik. í boltaleik! Í alvörunni? Og eins og svo oft áður þá lifi ég mig inní þetta af ástríðu, tapa mér alveg... Það liggur við að þetta nái að skyggja á uppáhalds íþróttaefnið mitt hingað til sem eru samhæfðar dýfingar karlmanna. Það er auðvitað list... þetta er spenna... hver veit.. kannski á ég eftir að enda sem fótboltabulla?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
jæja, þetta heldur þér að minnsta kosti heima
Snjóka, 19.6.2008 kl. 22:19
Ég held að þetta flokkist undir það að þroskast. Læra að hafa áhuga á öllu mögulegu, - sjá það sem hinir sjá. Fyrir utan hvað það er ótrúlega gaman að lifa þegar það er svona margt sem manni finnst skemmtilegt . . .
Bibba (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:09
bara svona minna á það sem læknirinn sagði .... taka því RÓLEGA
skil samt þennan áhuga ... skrepp reglulega á völlinn sjálf að horfa á mitt lið
Rebbý, 19.6.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.