Óþekka, óþekka stelpa

Ég byrjaði daginn svakalega vel í veikindafríi. Alveg svakalega vel. Sendi prinsinn af stað í sína dagskrá og kom mér vel fyrir í náttfötunum. Svo leið hálftími og ég var komin með nóg af veikindafríi. Ég tók mjög yfirvegaða ákvörðun um að vera óþekk stelpa og skutlaði mér í vinnuna í smá stund.

Svo til að tryggja að ég færi nú ekki að æða heim í aumingjaskap bókaði ég, mig og líffræðinginn, útí bæ eftir hádegi í spennandi vöruhúsaheimsókn. Annars reyndi ég að taka því rólega og vera ofsa góð við sjálfa mig og vann bara í þægilegu og rólegu verkefni.

"Af hverju hringir þú úr þessu númeri?", spurði Elín nokkuð hvöss þegar ég reyndi að leita eftir smá aðstoð hjá henni. Ég reyndi að segja henni hvað ég væri nú hress, alveg batnað í alvörunni. "Ég er enn að hugsa hvort ég eigi að skella á þig... " var svarið sem ég fékk. En svo sá hún aumur á mér og spjallaði við mig... nógu lengi svo við náðum að bóka fund í fyrramálið.

Svo skreið ég heim um fjögur leiið og var fann að ég var klárlega búin að ofkeyra mig. Rúmið tók svo vel á móti mér og ég var rétt að ná að skreiðast fram úr aftur.

Annars varð ég eiginlega að fara í vinnuna í dag... útaf 17. júní... og svo pínulítið til að prófa fæluna hennar Bibbu. Jebb, þetta er allt 17. júní að kenna. Það var bara alls ekkert í boði að hanga bara heima. Ég gat ekki gert prinsinum mínum það að vera eina barnið sem ekkert fór og ekkert gerði. Svo fjölskyldan var dubbuð upp og við héldum af stað. Ohhh, mikið leiðist mér svona mannþröngir... Okkur gekk illa að finna bílastæði, en þegar við loksins fundum það enduðum við í fremst í skrúðgöngunni og marseruðum niður allan laugarveginn. Heljar fjör alveg. Svo tók við Arnarhóll, kaffiboð hjá Snjóku, grill hjá Snjóku og tónleikar á Rútstúni með Rebbý... alveg pakkaður dagur.

Og þar sem ég sat í veikindafríinu mínu morgun gat ég bara alls ekki réttlætt það fyrir sjálfri mér að vera veik heima eftir að hafa dröslast um allt með prinsinn á 17. júní... Planið núna er hinsvegar að gera ekkert... kaupa tilbúinn mat, loka augun og sjá ekki draslið... horfa á eitthvað skemmtilegt í imbanum og slaka á...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að hafa samband við þá á bráðamóttökunni og segja þeim að þú sveikst loforðið sem þú gafst þeim og sjá hvort þeir taki til baka sénsinn með að sleppa við innlögnina
þú ert skelfilegur sjúklingur, fegin er ég að þurfa bara að bjarga lífi þínu með bíltúrum ....

Rebbý, 18.6.2008 kl. 19:45

2 identicon

Þú lofaðir Vilma!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hrund (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:24

3 identicon

Vilmufælan virkar ekki.   Hönnun í endurskoðun :x

Bibba (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Snjóka

Skamm skamm, átt að vera heima á morgun, ekkert rugl

Snjóka, 19.6.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Vilma Kristín

Uhhhh... verð að fara í vinnuna á morgun... bókaði mig á fund í fyrramálið. En ég LOFA að fara snemma heim... í alvörunni... má ekki ofkeyra mig eins og í dag :)

Vilma Kristín , 19.6.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband