Stórslysi afstýrt!

Á okkar heimili býr adrenalínsfíkill. Ok, ég gæti kannski fallið undir það... ég er alltaf að gera eitthvað hættulegt eins og að skipta um ljósaperu, horfa á spennumynd eða labba upp stigann í vinnunni. En ég er ekki að tala um mig. Þessi er mun glannalegri en ég. Já mikið glannalegri!

En hver skyldi þetta vera? Það er ekki heimasætan, og ekki prinsinn. Það er enginn af köttunum og alls ekki neinn af fiskunum. Neibb, þessi adrenalínsfíkill er fiðraður og fjörugur. Og gjörsamlega til í að lifa á brúninni. Í orðsins fyllstu merkingu.

"Mamma, á fuglinn að vera úti að labba?", spurði prinsinn mig með sakleysislegum svip og benti um leið aftur fyrir sig. "HA?", hrópaði ég og leit uppfrá tölvunni þar sem ég var að skipuleggja play-listana fyrir nýja gullfallega skærbleika iPodinn minn. "Ha?", endurtók ég og fylgdi bendingum prinsins.

Og mikið rétt. Þarna á brúninni á skenknum spígsporaði Perla, dísargaukurinn okkar, fram og til baka eins og ekkert væri sjálfsagðara. Spígsporaði eins og engir kettir væru í heiminum. Ég leit snöggt yfir stofuna. Hvar voru kettirnir. Ok, þarna var einn sofandi en hina var hvergi að sjá.

"Stattu á verði!", skipaði ég prinsinum. "Stattu á verði og láttu mig vita ef þú sérð kött..." Svo stökk ég af stað í fuglaveiðar og freistaði þess að ná fuglinum án mikils vængjablaks. Með dúndrandi hjartslátt nálgaðist ég fuglinn, ósköp varlega og reyndi að tala við hana blíðum róm. Útundan mér sá ég að Millie var að rumska þar sem hún svaf uppá klórustaur. Shit! Ég teygði út höndina og reyndi að lokka fuglinn til að setjast á útréttan putta.

Perla snéri uppá sig, tísti smá og trítlaði í þveröfuga átt. "Bara ekki fljúga! Bara ekki fljúga!", bað ég í hljóði. Af hverju er hún ekki vængstífð.... andskotinn... "Komdu... gerðu það... komdu....", hvíslaði ég og rétti fingurinn aðeins lengra. Mér til mikils léttist hoppaði Perla á puttann, hallaði undir flatt og skyldi örugglega ekkert í þessu. Fumlaust og öruggt tók ég utan um lítinn búkinn og stakk henni inní búrið um leið og ég andvarpaði. Hjúkk, einu stórslysi afstýrt.

Næstu skref voru að reyna að gera við búrið. Perla hafði greinilega fundið leið til að opna lítið gat neðst á búrinu og nú þarf að finna góða og pottþétta leið tl að loka því svo þetta gerist ekki aftur... ekki viss um að þetta sleppi svona vel næst... hjúkk... vonandi fer hjartslátturinn hjá mér að hægjast aftur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

litli prakkarinn hún Perla .... hélt að þetta væri saga um prinsinn samt eftir að hafa lesið fyrirsögnina

Rebbý, 15.6.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband