Æ, mig auma

Ég vaknaði með stingi í maganum. Ég reyndi að fara á fætur, nokkuð viss um að meltingartruflanir væri að ræða. Verkurinn jókst eftir því sem ég trítlaði um íbúðina. Ó ó ó... Sárir stingir og krampar lögðu mig að lokum í rúmið aftur. Bara aðeins slaka á og þá verð ég betri.

"Ahhh, allt annað", hugsaði ég um hádegið og skreið framúr aftur. Rétt náði fram í stól þar sem ég lá í einhverri hrúgu og reyndi að dreifa huganum í tölvunni. Ég hugsaði um allt sem ég hafði ætlað að gera þennan dag en treysti mér ekki einu sinni út með ruslið. Andskotinn. Hvert er réttlætið í að eyða laugardegi í rúminu með magapínu hugsaði ég þegar ég skreið uppí rúm aftur, gjörsamlega grútmáttlaus og komin með hita.

Ég afboðaði mig í það sem planað var um kvöldið. "Ég er svangur...", vældi prinsinn og fékk fyrirmæli um hvernig hann gæti bjargað því sjálfur á meðan ég lá með hitapoka á aumum maganum og skældi. Ég var búin að útiloka tíðarverki, og um það bil að útiloka meltingartruflanir. Ég prófaði að pota í magann og skrækti af sársauka, snertiaum upp að rifbeinum og aftur í bak. Og nú voru verkirnir nokkuð staðbundnir öðru meginn. Nei, ég var örugglega hadlin einhverjum dulgarfullum sjúkdómi. Spurning hvort ég ætti að hringja á sjúkrabíl eða reyna að harka af mér. Harka af mér varð fyrir valinu. Og hættu svo þessu væli sagði ég höstum tón við sjálfa mig. Í alvörunni... bráðum verður þú mikið betri.

Seinnipartinn var ekki lengur hægt að liggja svona fyrir. Nei, ég varð að fara útí búð að sækja vistir. Ég harkaði af mér og reyndi að klæða mig og skjögra útí bíl. Var þeirri stund fegnust þegar ég náði í innkaupakerruna og gat hangið á henni, hálf hölt þeim megin sem mér var illt í maganum. Reyndi að drösla því allra nauðsynlegasta í kerruna og lofaði prinsinum um leið að við gætum gert eitthvað meira spennandi daginn eftir.

Þá var komið að því að komast útí bíl, ég ákvað að taka kerruna með mér og skældi hástöfum þegar ég settist í sætið. Hvar er réttlætið í heiminum? Prinsinn skoppaði hinsvegar sæll og ánægður með 17. júní blöðruna en hafði miklar áhyggjur af mömmunni sem gat ómögulega keyrt heim nærri strax. Að lokum komumst vð þó heim og síðan er ég búin að reyna að haltra fram í eldhús að elda á milli þess sem ég ligg í hnipri.

Það góða við magapínuna er samt að ég er búin að hafa nægan tíma til að hlusta á nýja iPodinn minn. Nægan tíma til að hugsa. Nægan tíma til að plana. Jebb... rólegur dagur bara með sjálfri mér, algjör gæðastund!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

og ..... magaverkurinn farinn?

Rebbý, 15.6.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Vilma Kristín

Farinn? Nei, en búinn að hjaðna heilmikið... ég get alveg gengið í dag og allt... það er bara alveg bannað að pota í mallakút...

Vilma Kristín , 15.6.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband