12.6.2008 | 23:28
Ég er alls enginn aðdáandi!
Við stukkum næstum útúr bílnum á ferð, rétt renndum honum uppá kant og brunuðum svo af stað. Ég reyndi að trítla eins hratt og ég gat á hælunum. Klikk, klikk, klikk... í höndinni hélt ég dauðahaldi í miðana okkar. Ég ætlaði sko ekki að treysta Rebbý fyrir þeim. Alls ekki. Af og frá. Hún hafði komið okkur í þetta stress.
Á slaginu átta stukkum við inní Laugardagshöllinn. Ég leit á Rebbý og brosti. Hjúkk. Okkur hafði tekist það og það sem best var - enn var fullt fullt af fólki í andyrinu. "Sko! Tónleikarnir eru ekki einu sinni byrjaðir...", sagði Rebbý með bros á vör og svo skelltum við uppúr. Örugglega orðin hundleið á að hlusta á mig býsnast yfir því að koma of seint, býsnast yfir því að þurfa að láta ALLA standa upp fyrir okkur.
Aðeins þremur mínútum áður höfðum við verið í góðum gír í bílnum, uppá Mklubraut. Ætluðum að drífa okkur snemma á tónleikana, mæta snemma og hafa nægan tíma til að slaka á. Hafa bara svona stelputíma. Húsið átti að opna átta, tónleikarnir að byrja níu. Við tístum og blöðruðum í bílnum, alveg áhyggjulausar.
Skyndilega fékk Rebbý þá frábæru hugmynd að kíkja á miðana. Hjartað í mér hrökk við þegar ég las af miðanum: "Húsið opnar 19, tónleikarnir byrja 20". Ohhhh shit! Við flissuðum næstum alla leiðina, á milli þess sem ég tuðaði eins og mér er einni er lagið. Svo flissuðum við meira. "Frá, frá..", hvæstum við á bílana fyrir framan. Við vorum konur í miklum flýti. Við ætluðum á tónleika.
Og okkur tókst það á einhvern ótrúlegan hátt fundum við bílastæði ekki of langt í burtu. Ég náði að trítla nógu hratt á hælunum. Tónleikarnir byrjuðu passlega mikið of seint. Allt gekk upp. Og já, það má alveg hlusta á þennan söngvara... hvað heitir hann aftur? Æ, já.. það má alveg hlusta á þennan James Blunt...
Goodbye my lover, you're beautiful....
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ákvað að vaka bara eftir þér og láta þína sögu duga í kvöld ...
Rebbý, 12.6.2008 kl. 23:43
Hver er James Blunt ?
Bibba (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 08:31
Þú varst sem sagt ein af þessu seinu sem voru að koma inn eftir kl 20
Laubba , 13.6.2008 kl. 15:26
Ég var einmitt að skima eftir ykkur þegar ég labbaði í gegnum salinn en þá hafið þið greinilega alls ekkert verið komnar
Snjóka, 13.6.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.