Á framandi slóðum...

Ég mundaði eitthvað lítið áhald og hjó varlega í jarðveginn. Prinsinn minn beitti litlum bursta á meðan af mikilli nákvæmni og nokkuð hratt. Við vorum að deyja úr spenningi. Hvorugt okkar þorði að anda. Hvort sem það var nú af spenningi eða útaf rykskýinu sem við sátum í.

Við vorum komin á spennandi spor. Við höfðum uppgvötvað eitthvað sjaldgæft og viðkvæmt í jarðveginum og reyndum nú að grafa það upp, ofurverlega til að skemma ekkert. Já, við vorum fornleifafræðingar... nýbúnir að finna risaeðlubein!Við höfum eytt nokkrum klukkustundum í að grafa upp 7 lítil risaeðlubein úr jarðvegsklumpi, eingöngu með pínulítinn haka og bursta að vopni. Prinsinn réði sér vart fyrir spenningi og ég náði ekki að slíta mig frá þessu. Í æsingnum kölluðum við á heimasætuna til að sýna henni og skipa henni að horfa á okkur við uppgröftinn. Hún brosti mæðulega og sagði: "Vá! En spennandi..." í enn mæðilegri tón.

Þessi jarðvegsklumpur var afrakstur ævintýra sunnudagsins. Ég og líffræðingurinn rifum okkur upp nokkuð snemma, þrátt fyrir að skemmtilegt laugardagskvöld væri varla að baki. Hringdumst á á milli hóteli og drifum okkur svo af stað í leiðangur. Fórum sem leið lá niður í Natural history Museeum í London. Og þar tók við gangan mikla. Fyrir utan 10 mínútur sem við gáfum okkur í að gleypa samloku um miðjan daginn (og gera heiðarlega tilraun í að borða risasmáköku) þrömmuðum við safnið. Fram og til baka. Upp stiga, niður stiga.

Samviskusamlega þræddum við ranghalana, töluðum við risaeðlur, tókum próf, komum við hluti, dáðumst að hlutum, furðuðum okkur á hlutum, hlustuðum á dýr, lærðum marsísku, prófuðum jarðskjálfta. Bara upplifðum eins mikið af safninu og við gáum mögulega komist yfir.Gónandi inní glerbúr yfirfullt af skrítnum uppstoppuðum lífverum varð mér litið til hliðar. Ég hefði ekki getað verið meira hissa! Við hliðina á mér, innan við hálfan meter frá mér stóð viðskiptavinur minn og starði inní sama glerbúr. Viðskiptavinur minn sem ég hef unnið nær eingöngu fyrir síðan í febrúar. Hverjar eru líkurnar á að rekast á hann við sama búr í risastóru safni, í milljónaborg, á erlendri grundu.

"Hæ, Pétur", sagði ég og brosti, lét eins og ekkert væri eðlilegra. "Hæ, Vilma!", sagði hann til baka þegar hann leit við, eins og ekkert væri eðlilegra. Svo töluðum við um veðrið. Jebb, íslendingar út í gegn... heimsborgarar með meiru :) En mikið svakalega var þetta annars skemmtilegur og fróðlegur dagur í útlandinu... og þreyttur forritari og líffræðingurinn sem trítluðu heim á leið til að ná flugvél eftir langt ferðlag. Og enn þreyttari forritari og líffræðingur sem sváfu nær alla leiðina heim....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já hún er lítil heimsborgin London á litlu plánetunni Jörð svo maður veit aldrei hvern rekast má á ...

Rebbý, 10.6.2008 kl. 22:04

2 identicon

Það hlýtur að vera ofsalega gaman að fara með líffræðingnum á svona safn.   Hefði viljað vera með ykkur þar !

Bibba (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband