10.6.2008 | 00:43
Lamandi lífshætta
Ég leit á líffræðinginn og líffræðingurinn leit á mig. Svo æptum við bæði upp yfir okkur í glettinni hræðslu. Skiptum út hræðsluópum yfir í skellihlátur. Skríktum af kátínu og æptum svo yfir okkur aftur, af einskærri gleði og pínulítilli panik.
"Ef við lendum í árekstri erum við dauð!", æpti líffræðingurinn og ég tók undir. Á akkúrat þessari stundu virtist árekstur vera mjög svo líkleg útkoma. Svo hlógum við svolítið meira. Líffræðingurinn ákvað að best væri að taka dauðastundina upp. Bæði smella af myndum og vídeói.
Við höfum framkvæmt skyndihugmynd og vorum á þessari stundu staðsett í "rikksjóvi"... þið vitið svona pínulítilli kerru sem maður á hjóli dregur áfram. Ekkert sérstaklega ábyrgðarfullt af tveimur fyrirvinnum. Ekkert sérstaklega öruggt þar sem við skáskutumst á milli bíla í mikilli umferð með snarbrjálaðan mann á hjólinu sem virtist gera í því að sveigja í veg fyrir bíla, troða sér á milli bíla eða bara hreinlega reyna að keyra niður bíla.
Ópin og hlátrasköllinn í okkur vöktu kátínu hjá karlinum sem æstist allur upp og fór að hjóla hraðar og stunda glæfralegt svig um göturnar bara til að fá okkur til að skríkja meira, kalla meira, hlægja meira. Hann hló með okkur þegar vel tókst til og framkvæmdi svo annað áhættuatriði.
Eftir að hann hafði sett okkur út í Soho hverfinu vakti það athygli okkar að allir aðrir sem við sáum sitja í svona kerrum sátu stilltir, prúðir og umfram allt þöglir... dregnir áfram af mönnum sem horfðu beint framfyrir sig og svínuðu ekki á næstu bíla til að æsa upp farþegana. Hver veit kannsti varð þessi ferð líka ævintýrir fyrir dráttarmanninn okkar en ekki bara fyrir okkur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohh þið .... á ekki einu sinni orð yfir hvað þú ert mikill snillingur að koma þér í vandræði og mér sýnist á öllu að líffræðingurinn sé ekki miklu skárri
Rebbý, 10.6.2008 kl. 15:30
Þið eruð nú meiri vitleysingarnir. Aumingja hjólarinn náttúrlega alveg dauður eftir ferðalagið ... já eða kannski bara kominn í rosalegt hjólaform og keppir í næsta Tour de France... :)
Bibba (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.