9.6.2008 | 02:49
Komin heim
Ég og líffræðingurinn skiluðum okkur heim heil á höldnu núna fyrir örstuttu síðan. Lentum í smá töfu á flugi en ekkert sem kom að sök - við gátum þá séð meira af leiknum sem var í sjónvarpinu.
Ferðin er búin að vera viðburðamikil, spennandi og sprenghlægileg. Sennilega höfum við hvort um sig bætt einum 10 árum við lífið með öllum hlátrinum. Við höfum bæði unnið mikið, borðað mikið, drukkið eitthvað og eiginlega bara farið á kostum.
Við höfum eytt föstudagskvöldinu í faðmi viðskiptavinarins og kollega okkar af bresku hugbúnaðarhúsi. Samræðurnar voru einstaklega fjörlegar og skemmtilegar þar sem húmorinn okkar virtist smella við þeirra, ísbjarnardráp, bjartar nætur, leiklist, kettir, börn, írar... eina sem við slepptum að tala um voru tölvukerfi. Á endanum hrukkum við upp við það að allir aðrir gestir voru farnir og starfsfólkið farið að taka til. Við drifum okkur út en þó ekki fyrr en við vorum öll búin að kyssa kokkin og knúsa. Ég og líffræðingurinn urðum að "bömpa" hann líka með mjöðmunum - að gömlum góðum íslenskum sið.
Það voru því heldur þreyttur forritari og líffræðingur sem skriðu uppí lest fyrir allar aldir á laugardagsmorgninum. Notuðum lestarferðina til að ferðast aftur í tímann og vorum lang skemmtilegasta fólkið þar sem við dilluðum hausunum í takt við lög frá unglingsárunum okkar. Dilluðum aðalega í takt þar sem við héngum saman á eyrunum með því að deila snúrunni í ipodnum.
London tók vel á móti okkur og verður jafnvel eitthvað sagt frá ævintýrum okkur seinna. Þarf fyrst að ritskoða hvað má birta og hvað ekki. Eftir bráðskemmtilegan dag trítluðum við til að logga okkur inná hótelið. En abb abb abb... það kom í ljós að klósettið í herberginu mínu hafði stíflast og sullið farið útum allt. Bara eitt herbergi til umráða á þessu hóteli. Þannig að í ferðinni hafði ég ekki bara týnt töskunni (en hún kom nú í leitirnar á endanum) heldur hafði ég líka glatað hótelherberginu.
En hótelstarfsmennirnir höfðu nú reddað okkur öðru herbergi á hóteli í þar næsta húsi. Þanngað hélt ég, tilbúin í að takast á við óvissuna á meðan líffræðingurinn kom sér fyrir í þema hótelin, hann gisti í herbergi sem heitir Secret Garden. Mitt herbergi reyndist reyndar ekkert minna ævintýri. Og þegar upp var staðið sýndi ferðin mér bara hvað ég er heppin í raun.
Hér koma nokkur atriði sem sýna hvað ég er heppin með að týna töskunni og hótelherberginu:
Ég hafði lagt í að naglalakka tærnar kvöldið áður en ég fór út. Heppin þar sem einu skórnir sem ég komst yfir voru hvítir sumarskór með opnar tær sem voru extra sætar svona naglalakkaðar.
Toppurinn sem ég keypti þegar taskan týndist reyndist vera í sama lit og naglalakkið á tánum svo ég var agaleg skvísa öll í stíl
Þegar allar búðir reyndust vera búnar að loka og ég stóð uppi með úfið hár, sveitt og þreytt, með engar málningarvörur mundi ég skyndilega eftir því sem ég hafði keypt fyrir heimasætuna og Snjóku á leiðinni út. Það var akkúrat allt sem mig vantaði í málningarvörum. Enn og aftur reyndist ég flottasta skvísan eftir að hafa klesst framan í mig snyrtivörum stelpnanna.
Ég fékk tækifæri til að fjárfesta í bleikum fötum, toppun, bolum og náttfötum (með aðstoð líffræðingsins) svo nú er ég voða sumarleg öll í bleiku.
Eftir að hafa tapað hótelherberingu komst ég á fjögra stjörnu hótel! Þvílík skipti! Reynar hét það bara fjögra stjörnu hótel en hefur sennilega bara haft í mesta lagi hálfa. En allavega hljómar vel að hafa verið á fjögra stjörnu hóteli í London.
Hótelið mitt var með mikið flottari morgunmat en hótel líffræðingsins svo honum var á svipstundu boðið yfir í morgunmat af mér og indverska móttökuritaranum.
Ég fékk tvöfalt rúm í stað þess einbreiða sem ég átti að fá.
Ég fékk aftur útsýni yfir garð í miðjunni og glugga sem var hægt að opna mikið til að slá á hitann.
Ég fékk ævintýralegustu sturtu EVER sem sprautaði engu niður en í staðinn í allar aðrar áttir. Reyndist hin besta hreyfing að reyna að ná sturtunni!
En núna... sofa... vinna á morgun...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
velkomin heim vinkona ... hlakka til að sjá bleiku fötin og fá meiri ferðasögur
Rebbý, 9.6.2008 kl. 08:39
Yndislegt :)
Bibba (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:38
Yndislegt :)
Já .. og velkomin heim. Gott að sjá ykkur aftur !
Bibba (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:40
Þetta hefur greinilega verið hið skemmtilegasta ferð Takk fyrir að versla fyrir mig
Snjóka, 9.6.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.