5.6.2008 | 10:38
Nakin í Leamington
"Oh! So you do have some clothes on...", var það fyrsta sem enski verkefnastjórinn sagði við mig þegar við hittum hann. Fréttirnar af fataleysi mínu höfðu greinilega farið víða.
Eftir þægilega og áreynslulausa ferð með óvæntu útsýnisflugi yfir London lentum við í Bretlandi sæl og ánægð. Líffræðingurinn kippti töskunni sinni af bandinu og gerði góðlátlegt grín af því að mín taska var lengi að koma. Svo leið tíminn og alltaf fækkaði töskunum á bandinum. Þar til bandið snérist bara alvega tómt, hring eftir hring. Glettni svipurinn á líffræðingnum breyttist í vantrú... en svo gátum við ekki stillt okkur um að flissa aðeins. Þarna stóð ég í nýja landinu með ekkert í höndunum nema handbók um kerfið sem við erum að fara að vinna með.
Við tók skýrslugerð og þesskonar vesen á meðan beið Andrew bílstjórinn okkar, þolinmóður, með skilti frammi á gangi. Við komum boðum til hans um frestun okkar og hann hafði eins og við komumst síðar að greinilega hringt í hugbúnaðarfyrirtækið með fréttirnar um töskuleysið.
Enn í nokkuð góðu skapi héldum við svo af stað með Andrew, lúxusbílferð til Leamington þar sem við rétt smullum í hús áður en við vorum sótt til að fara í heimsókn til viðskiptavinarins. Þar höfðu allir miklar áhyggjur af fataleysinu svo eftir smá túr var okkur skutlað niður í miðbæ.
Og nú tók við kapphlaupið. Búðir hér loka greinilega svona um fimm leitið. Ég þorði ekki að taka áhættuna og fór inní fyrstu fatabúðina sem við sáum. Líffræðingurinn kom að góðum notum sem lifandi herðatré, trítlandi á eftir mér þar sem ég reyndi að vera eins fljót og ég gat að finna svona eitthvað sem hægt var að vera í vinnunni og eitthvað til að fara í út um kvöldið. "Hvernig eru þessi náttföt?", spurði ég hann og fékk smá viðbrögð sem ég túlkaði sem samþykki.
ÞAr sem við vorum svo seint á ferðinni náði ég ekki að komast að versla snyrtivörur.. nema tannbursta og tannkremi. Heppin ég að í handfarangri voru snyrtivörur sem ég hafði keypt fyrir Snjóku og heimasætuna. Ég gerði þær að mínum um leið.
Föst í miðbæ Leamington fórum við nú að leita að fari heim á hótel. Umhyggjusöm afgreiðslukona hringdi á leigbíl fyrir okkur. Svo tók við biðin langa... við trítluðum um og reyndum að njóta sólarinnar. Hlógum að ævintýrum dagsins... En þegar við vorum búin að bíða í fjörtíu mínútur og áttum að mæta á veitingarstaðinn eftir rúman hálftíma var okkur hætt að lítast á blikuna. Við "tókum Kolla" á þetta og um leið birtist bílinn. Hjúkk.
Náðum að eiga einkar skemmtileg kvöld í gamalli sveitamilla með viðskiptavinum og hugbúnaðarfólki áður en við héldum heim á hótel. Þar eyddi ég tíma í að horfa út yfir garðinn og hlusta á ugluna mína á meðan Kolli horði á lofræstirörið sem hann hefur útsýni yfir...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Kom ekki á óvart að þú skyldir lenda í þessu en gott að það reddaðist á endanum
Snjóka, 5.6.2008 kl. 11:03
Hey, þú heppin. Fékkst betra herbergið með útsýninu.
Það leikur við þig lánið ;)
Bibba (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:06
flott að þú fékkst betra herbergi .... en alveg er þetta þín heppni að tapa töskunni .... líffræðingurinn hlær ekki dátt næst meðan þið bíðið, reynslunni ríkari
Rebbý, 5.6.2008 kl. 12:35
He he he notaðu nú tækifærið og keyptu þér fullt fullt af flottum fötum!!!!!
Hrund sprund (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:49
Þú heppin! Ómetanlegt að fá svon góða ástæðu til að endurnýja fataeignina. Ef þetta hefði verið afríka hefðum við kannki fengið þig tilbaka í sama skrúða og á vordeginum, það hefði verið gaman. Litríkt sumar
Gangi ykkur vel, bið að heilsa hinum álfinum ;-)
Elín (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.