3.6.2008 | 21:07
Heimsyfirráð eða dauði?
Ég og líffræðingurinn stefnum á að legga undir okkur heiminn á morgun. Vopnuð kunnáttu okkar og með okkar ótrúlega mikla sjarma munum heilla bretana uppúr skónum. Sumir þeirra þekkja okkur nú þegar... og elska okkur (er annað hægt?). Hinum munum við koma á óvart með útgeislun og þokka.
Ja, það er annað hvort það eða að bara vona að við kunnum nógu mikið á tölvukerfið svo bretarnir liggi ekki í krampa af hlátri yfir vitlausu litlu vöruhúsaálfunum sem klóra sér í kollinum. Nei, nei... ég þarf ekkert að hafa áhyggjur... við sláum örugglega í gegn! Pottþétt! Allavega virðast allir nógu spenntir að hitta okkur.
Við verðum sótt á flugvöllinn af einkabílstjóra sem sér um að koma okkur til Birmingham. Þar ætlar nýi vinur okkar hann Simon að hitta okkur... og sko þegar maður les á milli línanna í bréfunum hans sést greinilega að hann getur ekki beðið eftir að fá frábæru íslendingana. Svo keppast nýir og gamlir félagar að bjóða okkur út á kvöldin. Ég sjálf býð eftir að hitta gamlan félaga á föstudaginn. Hann Phil heimsótti okkur í fyrra og það verður gaman að hitta hann aftur og heyra hvernig honum gengur í leiklistinni. Eða í uppeldinu. Aðalega reiknum við þó með að bretarnir sitji og dáist að okkur daginn út og inn (sko í alvörunni.. hver vildi ekki eyða deginum í að dást að okkur? Not...).
Reiknum með að koma reynslunni ríkari heim til baka eftir viðburðarríka og vonandi fróðlega ferð... en sennilega pínuþreytt þar sem dagskráin er stíf. Ef ég þekki okkur rétt finnum við samt tíma til að bulla eitthvað og spjalla, auk skoðunarferðar sem er plönuð um London.
Á meðan munu kennarinn og kattadómarinn ríkja á heimilinu yfir unglingum, fuglum, köttum og fiskum svo það tekur örugglega enginn eftir þó að ég hverfi rétt sem snöggvast í smá leiðangur...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
LONDON BABY og já já Birmingham líka
Góða ferð og góða skemmtun
Rebbý, 4.6.2008 kl. 09:40
Það er Haagen Daaz ísbúð á Leicester square !
Bibba (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.