Sorg á okkar heimili

Á okkar heimili ríkir sorg vegna skelfilegra endaloka ísbjarnarins sem slysaðist hingað í land. Nokkuð ljóst af fréttum af ferlinum að alls ekki var allt reynt sem hægt var til að bjarga skepnunni og koma henni aftur á heimaslóðir. Sorglegast af öllu að þarna virðist hafa verið á ferð vel haldinn og hraustur björn skv. líffræðingnum sem var í fréttunum á Stöð 2.

Í stað þess að í það minnsta að reyna að bjarga skepnunni virðast yfir sig spenntar skyttur hafa fengið að ráða ferð. Ég get ekki sagt að ég sé sérstaklega stolt af að vera íslendingur akkúrat núna.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti halda að fólk meti líf þessar bjarnar ofar mannslífinu.  Fólk virðist taka þetta meira inná sig heldur en þegar maður er barinn til bana í miðbæ Reykjavíkur.  Já, ég skammast mín sko fyrir að vera íslendingur núna en það er ekki vegna þes að björninn var felldur.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Vilma Kristín

Get ekki sagt að ég meti líf bjarnarins ofar mannslífi. En hinsvegar þó hann sé skepna en ekki maður er líf hans heldur ekki einskis virði og alveg þess virði að leggja eitthvað á sig til að bjarga honum.

Vilma Kristín , 3.6.2008 kl. 19:29

3 identicon

Bull er þetta hjá þér Vilma.  Er næst á dagskrá hjá þér að fleyta kertum á tjörninni eða halda minningarathöfn.  Viðbrögð sófasetufólksins sem er að tjá sig um þessi mál minnir á þegar rottuhundurinn týndist á Akureyri og histería greip um sig hjá hluta þjóðarinnar.

Vona að þú þurfir ekki áfallahjálp

Magnús (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:58

4 identicon

Hahahah en hvað ég er sammála þér Magnús.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:39

5 identicon

Ef þú fengir að velja, hvort myndirðu vilja láta bjarga ísbyrninum eða eyða þeim pening sem sparaðist við það í líknarmál?  Ég las í dag frétt um það að meira en helmingur þeirra sem lentu í hörmungunum í Búrma hafi enn ekki fengið neina aðstoð, þrátt fyrir það að meira en mánuður sé síðan fellibylurinn skall yfir landið.   Yfirvöld þar verða að draga út hverjir séu svo heppnir að fá mat því það er ekki nóg til fyrir alla.  Ég myndi heldur vilja sjá stjórnvöld senda nokkrar milljónir til viðbótar þangað heldur en að eyða þeim pening í að bjarga einhverju íbjarnargreyi (sem þeir gerðu sem betur fer ekki).  Þegar ég las þessa frétt tók ég eftir því að einn maður hafði bloggað um atvikið og enginn skilið eftir athugasemd hjá honum.  Svo ríkir einhver þjóðarsorg yfir einum ísbirni.  Þetta er skammarlegt.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:55

6 identicon

Vildi bara benda þér á að þú ert orðin fræg af endemum með vitleysunni í þér ;) :
http://jonheidar.blogspot.com/2008/06/nokkur-gullkorn-af-moggabloggum.html

Bibba (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband