2.6.2008 | 23:14
Pokemon kemur í heimsókn
Það gengur allt í hringi. Þegar heimasætan var í barnaskóla var Pokemon það heitasta. Heimasætan safnaði af miklum móð og átti ört stækkandi bunka. Svo var eytt löngum tíma í að skoða spilin, raða spilunum, leika með spilin.
Guð, hvað ég var fegin þegar þessu tímabili lauk!
Og í kvöld náði hringurinn í mig aftur. Ég var stödd í helvíti. Prinsinn með vin sinn í heimsókn, litlu mennirnir með sitthvorn bunkann. Að skoða spilin sín og spjalla um þau, með tilheyrandi upphrópunum. "Áttu þennan?" "Þessi er bestur!" "Ég á bestu kallana" Prinsinn hafði fengið sína "kalla" frá heimasætunn og á því nokkuð laglegan bunka.
Ég fann hvernig pirringurinn jókst þar sem ég sat í tölvunni og reyndi að vinna svolítið. Þoli ég að ganga í gegnum annað pokemon tímabil? Ég þori ekki að veðja á það.
Áður en leið á löngu settist heimasætan hjá litlu mönnunum og fór að skoða pokemon spilin og fyrr en varði var þetta orðin allsherjar pokemon hátíð. Heimasætan sat í marga klukkutíma og raðaði "köllunum" í einhverja agalega flotta röð í möppuna.. reyndi að sýna mér hvað þetta var sniðugt... ég hristi kollinn og klessti aftur augun. Nei! Nei! Ekki meira pokemon! Ekki meir....
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Pokemon var alger snilld :)
Bibba (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:05
Pokemon who ..... nei bara grín
Alveg sammála þér með að pokemon var skelfilega leiðinlegt fyrirbæri og það sem ég var hamingjusöm þegar ég gat alltaf neitað að horfa á myndirnar með stjúpunni minni því pabbinn var svo klikkaður að hafa gaman að þessu.
Rebbý, 3.6.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.