Flóttinn frá Selfossi

Það er eitthvað með það að ég fari að vaska upp. Eins og í gærkvöldi stóð ég við uppvaskið og söng með Roger Wittager... þegar skyndiega var dyrabjöllunni var hringt. Hmmm, varla eru vottarnir mínir komnir strax aftur, hugsaði ég með sjálfri mér. En kveikti svo á perunni. Nei! Auðvitað! Flóttamaðurinn minn var mættur. Sævar bróðir hafði fyrr um kvöldið samþykkt heimili mitt sem athvarf fyrir þá sem flýja heimili sitt á Selfossi.

Ég trítlaði til dyra og mikið rétt, þarna var flóttamaðurinn í fylgd með fjölskyldunni sinni sem var greinilega ekki alveg rót að splitta fjölskyldunni svona upp. Ég lofaði hátíðlega að huga vel að öllum þörfum hans, búa vel um hann, gefa honum að borða. Lofaði að flóttaðurinn yrði eins og einn af fjölskyldunni. Hver veit nema hann fái að gista uppí hjá mér? Alltaf gott að hafa einhvern til að hjúfra sig uppað.

Flóttamaðurinn var enn í losti og þarf klárlega á smá faðmlagi að halda. Faðmlagi og klappi. Já, það er nefnilega kannski ekki rétt að kalla hann flóttamann.... nei, frekar flóttakött. Jebb, ég opnaði heimili mitt fyrir henni Snotru sem bróðurdóttir mín á. Fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið í hraði og sækjast eftir gistingu í höfuðborginni. Það var ekki hægt að skilja Snotru eftir eina í tómu húsinu á Selfossi. Nei, nei, henni var dröslað í bæinn og til mín, hér ætlar hún að fá að vera þar til þau fara heim aftur. Ekki amalegt að geta lagt sitt að mörkum þegar svona dynur á...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

auðvitað tókstu að þér dýr - værir ekki Vilma okkar annars

Rebbý, 30.5.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband