29.5.2008 | 00:11
Vottar Jehóva og ég
Í kvöld hringdu uppá ósköp huggulegt par. Ég var í miðju uppvaski og var pirruð á trufluninni. Ég stakk nefinu út, hristi hausinn og ætlaði að loka á þau. En svo horfði ég aðeins á þau. Þau voru eitthvað svo einlæg, kurteis og geisluðu eiginlega. Og áður en ég vissi af var ég farin að spjalla og hlægja með þeim. Þau réttu mér lítinn bækling sem bauð upp á biblíunám. Og allir sem þekkja mig vita að ég er ekkert sérstaklega trúuð, eiginlega bara ekki. En þarna stóð ég og ræddi við bláókunnugt fólk hvaða svör biblían getur veitt manni. Stóð bara og spjallaði um þetta eins og ég gerði ekkert annað og brosti við ókunnuga fólkinu.
Þau voru hikandi í byrjun en þegar þau sáu að ég ætlaði ekkert að æpa á þau, ekkert að skella hurðinni slökuðu þau á og fóru að ræða daginn og veginn. Mínúturnar liðu og ég steingleymdi uppvaskinu og rennandi vatninu. Eftir smá spjall dró sænski trúboðinn litla bók uppúr töskunni og vildi endilega gefa mér hana. "Hvað kennir biblían?" stendur utan á henni og er þetta hluti af ókeypis heimabiblíunámi.
"Við kíkjum kannski við hjá þér aftur seinna. Ef þú verður með einhverjar spurningar. Bara svona í 5 mínútur", sagði sænski trúboðinn og brosti. Ég kinkaði kolli og skoðaði nýju bókina mína. "Það var sérlega gaman að hitta þig", sagði íslenski trúboðinn um leið og þau kvöddu og ég vinkaði. Sko bara! Ég er ekkert ómöguleg í mannlegum samskiptum! Ég get talað við trúboðana...
"Ertu þá orin Votti?", spurði Bibba með vantrú. Hún hafði sagt mér að reyna að finna mér annað áhugamál en vinnuna og ég svaraði að bragði að ég væri orðin skráð í heimabiblíuskólann. Ég hló og neitaði. Nei, nei... en smá spjall við vingjarnlegt og sviphreint fólk getur ekki skaðað. En hvort takist að snúa mér til betri vegar... það er ég ekki viss um...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Jájá. Guð verið með þér, Vilma mín ;)
Bibba (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.