Sölumaður birtist

Í marga mánuði hefur ákveðinn tryggingarsölumaður elst við mig. Ég var fyrir löngu síðan búin að lofa honum að kíkja á eitthvað tilboð hjá honum.... eitthvað svona: ef þú tryggir allt hjá mér færðu fullt af afslætti. Ok, þetta hljómaði svo vel að ég ákvað að slá til og kíkja á þetta. Tekur bara 10 mínúur lofaði tryggingarsölumaðurinn.

Og svo byrjaði dansinn. Hann hringir og reynir að mæla sér mót við mig. Við finnum tíma. Ég afboða vegna vinnunar. Hann hringir og reynir að mæla sér mót við mig. Við finnum tíma. Hann verður veikur. Hann hringir og reynir að mæla sér mót við mig. Ég afsaka mig og bið hann að hringja seinna.

Við höfum átt mörg mörg símtöl. Hann er löngu hættur að kynna sig, segir bara "Hæ, þetta er ég...." þegar hann hringir. Ég veit alltaf hver þetta er, löngu farin að þekkja röddina.

Aumingja tryggingarsölumaðurinn er semsagt búinn að reyna að hitta mig síðan í febrúar og heldur örugglega að ég sé mest uppteknasta kona heimsins. Hann er búinn að heyra allar afsakanir. Ég er að vinna. Ég er í saumaklúbb. Ég er að fara á Egilsstaði. Ég er að vinna meira. Ég er aftur að fara á Egilsstaði. Aðalega er ég þó að vinna...

Einu sinni náðum við að mæla okkur mót. Ég sat óþolinmóð heima og beið... en enginn kom. Um leið og tíminn sem hann sagðist ætla að koma á var liðinn úr rauk ég uppí vinnu... til að vinna meira. Aumingjatryggingarsölumaðurinn kom fimm mínútum of seinn og vonsvikinn hringdi hann í mig og reyndi að finna nýjan tíma.

Í dag náðum við loksins saman. Ég horfði á tilboðið og fannst það ekkert sérstakt. Á morgun ætla ég að hringja og afþakka... en ég finn til með aumingja tryggingarsölumanninum sem er búinn að eltast við mig í 3 mánuði bara til að fá nei, takk...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband