26.5.2008 | 22:50
Endurkoma forritarans
Ef ég hafði ímyndað mér að ég ætti rólegan fyrsta dag í vinnunni eftir frí hefði það verið draumórar. Já, ég var varla komin þegar verkefnin byrjuðu að hrannast inn. Síminn, tölvupóstur og sálfræðingur. Jebb, verkefnin dældust inn og fundir söfnuðust upp í löngum röðum.
Ég hafði ekki undan að leysa mál, tala við fólk, svara pósti og skrá nýjar beiðnir í tugatali. Endaði auðvitað á því að vinna yfirvinnu til að reyna að ná einhverjum tökum á þessu... en ég er allavega vinsæl. Get ekki kvartað yfir því. Væri samt alveg til í rólegri dag á morgun..... og hinn... og hinn... ja,bara fram að helgi allavega en innst inni veit ég að það er óskhyggja. Best að drífa sig bara í að plana næsta frí
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Mín bara búin að læra að nota frí ? .... Það hlýtur að vera eitthvað catch í þessu dæmi :)
Bibba (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:11
já drífðu þig í meira frí - veitir ekki af að einhver hvílist
Rebbý, 27.5.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.