Endurkoma forritarans

Ef ég hafði ímyndað mér að ég ætti rólegan fyrsta dag í vinnunni eftir frí hefði það verið draumórar. Já, ég var varla komin þegar verkefnin byrjuðu að hrannast inn. Síminn, tölvupóstur og sálfræðingur. Jebb, verkefnin dældust inn og fundir söfnuðust upp í löngum röðum.

Ég hafði ekki undan að leysa mál, tala við fólk, svara pósti og skrá nýjar beiðnir í tugatali. Endaði auðvitað á því að vinna yfirvinnu til að reyna að ná einhverjum tökum á þessu... en ég er allavega vinsæl. Get ekki kvartað yfir því. Væri samt alveg til í rólegri dag á morgun..... og hinn... og hinn... ja,bara fram að helgi allavega en innst inni veit ég að það er óskhyggja. Best að drífa sig bara í að plana næsta frí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín bara búin að læra að nota frí ?   ....   Það hlýtur að vera eitthvað catch í þessu dæmi :)

Bibba (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Rebbý

já drífðu þig í meira frí - veitir ekki af að einhver hvílist

Rebbý, 27.5.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband