25.5.2008 | 18:51
Horfin af yfirborði jarðar
"Farðu í frí. Núna!", sagði sálfræðingurinn skipandi tóni. Ég sat hnýpin á móti honum og horfði ofan í gólfið. "Já, farðu í frí. Núna", ítrekaði sálfræðingurinn og ég ákvað þar og þá að taka hann á orðinu. Ég stóð upp, fór og slökkti á tölvunni minni og hélt heim á leið.
Síðan hef ég ekki svarað vinnusímtölum né tölvupósti. Ja, fyrir utan daglegu símtölin við eyjamanninn. Þau eru ómissandi og alltaf skemmtileg. En gagnvart öllum viðskiptavinum mínum hef ég bara horfið skyndilega af yfirborði jarðar.
Og þetta var alveg rétt hjá sálfræðingnum, þetta frí var akkúrat það sem ég þurfti. Síðan á þriðjudag hef ég sofið og sofið, hvílt mig í sófanum, í lazyboy stólnum, í rúminu. Hangið yfir sjónvarpinu, sofið yfir sjónvarpinu. Og hangið með vinkonum mínum. Og mig langar bara ekkert í vinnuna....
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
æj gott að þú gast hvílst .... og takk aftur fyrir föstudagskvöldið
Rebbý, 25.5.2008 kl. 18:55
Frábært. Mann á ekkert að langa í vinnuna þegar maður er í fríi. Gott að heyra að þú ert loksins að hvíla þig :)
Bibba (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:28
Algjörlega á því að þú ættir að taka þér lengra frí, reyndar gæti það kostað mikla peninga miðað við síðustu daga þannig að það gæti bara borgað sig að fara í vinnuna
Snjóka, 26.5.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.