20.5.2008 | 21:45
Líffræðingnum byrlað eitur
Við supum bæði á kaffinu okkar frami í kaffistofu áður en við trítluðum inn í herbergi. Ég átti von á að líffræðingurinn myndi átta sig á glottinu sem ég átti erfitt með að ná af andlitinu. Ég átti líka von á að líffræðingurinn myndi gera athugasemd við kaffið. En nei, hann lét eins og ekkert væri svo ég trítlaði á eftir honum.
Svo snéri ég mér að tölvunni á milli þess sem ég drakk af kaffinu. Líffræðingurinn saup af sínu kaffi. Allt í rólegheitum. Svo sturtaði hann í sig síðasta sopanum með tilfæringum og skipti hratt um svip. Svipurinn lýsti furðu og ógeði og var eiginlega óborganlegur. Um leið leit hann á mig með vantrú og sagði hneykslaður: "Settirðu SYKUR í kaffið mitt?"
Ég var með fullan munninn og nærri kafnaði af hlátri. Barðist við að koma sopanum niður og hélt svo áfram að hlægja. Á meðan líffræðingurinn brá sér á náðhúsið hafði ég sturtað úr sykurkarinu niður í bollan hans en þar sem ég hafði ekki haft tíma til að hræra, sökk sykurinn bara til botns og endaði sem þykk leðja í síðasta sopanum. Ég var eiginlega farin að halda að honum þætti kaffið bara gott með sykri þar til hann lenti á leðjunni. Úfff, það sem ég gat hlegið að svipnum á honum.
Eftir játningar gærkvöldsins og innilega iðrun hef ég hlotið sakaruppgjöf og fyrirgefningu hjá líffræðingnum vegna alls með viðurkenningarskjalið. Ég fékk hinsvegar alveg að finna fyrir því að þetta með kaffið væri bara geymt en ekki gleymt... og alls ekki fyrirgefið. Ég grátbað um fyrirgefningu. Ég meina, þetta var framkvæmt á mánudaginn mitt í öllum æsingnum... Líffræðingurinn var nýbúinn að hóta verðlaununum mínum svo ég þurfti að taka þau með á klósettið. Ok, ég ætla ekkert að reyna að afsaka mig. Ég hef semsagt ekki enn hlotið fyrirgefningu, sérstaklega ekki í ljósi þess að núna er ekki tekið mark á neinu nema skriflegu.
Svo hér kemur það. Ég biðst innilega afökunar á því að hafa "eitrað" fyrir líffræðingnum og grátbið um fyrirgefningu. Ég sé núna hvað þetta var skammarlegt og ekki fallega gert. Maður á sko aldrei að eitra fyrir vinnufélögum sínum. Ég get engu um kennt nema það hvað ég er illa innrætt... en mikið svakalega var þetta samt fyndið og svipurinn óborganlegur... Mæli samt alls ekki með að einhver annar reyni þetta þar sem líffræðingar eru mjög viðkvæmir fyrir sykri...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Spennufíkill :)
Bibba (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:25
þú hefur alla tíð verið dálítið ílla innrætt svo þetta kemur mér ekkert á óvart
Rebbý, 20.5.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.