Ég les úr lófa þínum...

Ég hef uppgvötað nýjan hæfileika. Já, ég sé framtíðina. Ótrúlegt en satt þá virðist ég vera alveg prýðis spákona. Og þetta kom í ljós bara fyrir algjöra tilviljun.

Þar sem ég bögglaðist um í kjólnum góða, umvafin perlufestum og skrautböndum lengst uppí sveit hitti ég á hressan hóp af fólki sem sat saman og átti góða stund. Þau horfðu á mig með furðusvip þegar ég kom fyrir hornið, syngjandi kát og glöð. "Hvað? Ertu spákona?", spurði ein úr hópnum. Og án þess að hugsa mig um svaraði ég játandi, ég væri svo sannarlega spákona. "Geturðu spáð fyrir okkur?", spurði önnur kona. Ég hélt það nú. Ekkert mál. Bara um leið og ég væri búin að pissa gæti ég hæglega lesið framtíðina úr lófa þeirra. Sjálfsagt.

Þegar ég kom út af klósettinu hafði bæst við í hópin og á móti mér tóku útréttar hendur og margir lófar. Ég hló og byrjaði að ganga á línuna. "Ég sé.... ég sé....", sagði ég og reyndi að vera dramatísk. Svo byrjaði ég að lýsa líflínum og gleðibungum. Ég sá framandi lönd, ferðalög, hátíðir... "Já, það er örugglega brúðkaupið....", sagði konan sem ég var að lesa hjá þegar ég talaði um mikla hátíð sem skylli á um sumarið. Ég kinkaði kolli. Færði mig yfir að ungum manni sem beið spenntur eftir að ég læsi úr hans lófa. "Ég sé hávaxinn dökkhærðann mann.... ", sagði ég og leit djúpt í augun á honum. "Virkiega? Það verður bara að vera svoleiðis...", svaraði hann og iðaði í sætinu brosandi. Vinkonur hans skelltu uppúr. Ég kvaddi hann með von um langt og hamingjusamt líf, skemmtiferðasiglingu og mikla gleði.

Ég vinkaði nýju vinum mínum sem kölluðu á eftir mér bænir um að senda yfir hávaxna dökkhærða karlmanninn ef ég hitti hann... ég kallaði til baka að ég myndi sennilega bara eiga hann sjálf en ef ég finndi annan myndi ég senda hann yfir um hæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert óborganleg :)

Bibba (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Rebbý

gleymdi að láta þig lesa úr lófanum á mér í gær
takk fyrir daginn í gær  merkilegt að þú skulir hafa kennt mér að leita að einhleypum karlmönnum í Laugardalnum, þú sem ert svo róleg annars í strákamálunum

Rebbý, 19.5.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband